Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Staðfest riðusmit við Varmahlíð í Skagafirði
Mynd / Bbl
Fréttir 25. febrúar 2020

Staðfest riðusmit við Varmahlíð í Skagafirði

Höfundur: smh

Staðfest tilfelli um riðuveiki er á bænum Grófargili við Varmahlíð í Skagafirði. Á bænum eru um 100 fjár.

Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að unnið sé að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða. Bóndi á Grófargili hafi haft samband við stofnunina þar sem ein kind hafi sýnt einkenni riðuveiki. Hafi kindin verið skoðuð og síðan aflífuð. Sýni hafi verið tekin og send á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum, þar sem riðuveikin hafi verið staðfest.

Grófargil er í Húna- og Skagahólfi en þar hafa langflest tilfelli komið upp á síðustu 20 árum. Alls hafa komið upp riðutilfelli á 20 bæjum á því tímabili. Þetta er í fyrsta skiptið sem riða kemur upp í Grófargili, en árið 2016 var staðfest tilfelli á bænum Brautarholti sem er næsti bær við Grófargil. Síðast greindist riða í hólfinu á síðasta ári og einnig var staðfest tilfelli í hólfinu 2018, en ekki árið 2017.

Fyrsta tilfelli ársins

Í tilkynningu Matvælastofnun kemur einnig fram að þetta sé fyrsta tilfelli um riðusmit á árinu. Í fyrra hafi einungis eitt tilfelli komið upp, einmitt í Skagafirði. Þar segir ennfremur fram að riðan sé á undanhaldi en brýnt sé að sofna ekki á verðinum, það sýni þetta tilfelli nú.

Í upplýsingum á vef Matvælastofnunar um aðgerðir gegn riðutilfellum  segir: „Þegar riðuveiki finnst á nýjum bæ er samið við eiganda, öllu fénu fargað strax og þinglýst fjárleysi á jörðinni. Farga skal hverri kind sem látin hefur verið til annarra bæja frá sýkta bænum, líka öllum kindum frá öðrum bæjum sem hýstar hafa verið á riðubænum yfir nótt eða lengur. Þar sem riða hefur náð að búa um sig og smitleið er ókunn getur þurft að farga á snertibæjum og jafnvel öllu fé á heilum svæðum. Héraðsdýralæknir metur hvað hægt er að hreinsa, hvað verður að fjarlægja og áætlar jarðvegsskipti við hús. Hús, tæki og tól eru háþrýstiþvegin og sótthreinsuð með klóri og joði eða sviðin með loga. Hreinsun skal taka út áður en yfirborði er lokað, timbri með fúavarnarefni, steini og járni með sterkri málningu. Notað er mauraeitur tvisvar sinnum vegna heymauranna. Heyjum frá riðutíma er eytt. Jarðvegsskipti fara fram, síðan er sand- eða malborið (malbikað). Að tveimur árum liðnum er nýr fjárstofn tekinn frá ósýktu svæði.“

 

Skylt efni: riða | Skagafjörður

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...