Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
SS greiðir bændum 2,5% ofan á innlegg ársins 2016
Fréttir 28. febrúar 2017

SS greiðir bændum 2,5% ofan á innlegg ársins 2016

Höfundur: Vilmundur Hansen

Um mánaðarmótin greiðir SS bændum sem lögðu inn hjá félaginu á síðasta ári 2,5% viðbótarinnlegg á afurðaverð síðast liðins árs.

Steinþór Skúlason, forstjóri, Sláturfélags Suðurlands, segir það stefnu SS að greiða bændum hluta af hagnaði félagsins, þegar reksturinn gengur vel, í formi viðbótargreiðslu á afurðaverð síðasta árs.

„Um er að ræða 2,5% á allt afurðainnlegg síðasta árs og er heildarupphæðin rúmar 48 milljónir. Afkoma SS á síðasta ári var sú besta í 110 ára sögu félagsins. Stefna okkar sem samvinnufélags er að greiða bændum hluta hagnaðar sé hann til staðar og miðað er við að 30% af hagnaði fari til eigenda og viðskiptamanna. Fyrst greiðum við vexti á A deild og arð á B deild og það sem er eftir upp í 30% greiðum við til bænda sem viðbótarafurðarverð liðins árs.“

Að sögn Steinþórs eiga bændur að mestu það sem hann kallar A deild og bændur og aðrir fjárfestar B deild.

„Við höfum áður greitt til bænda viðbótarafurðarverð þegar afkoman hefur verið góð og munum halda því áfram í framtíðinni þegar afkoman gefur færi á. Á Norðurlöndunum er þekkt að stór afurðafyrirtæki greið bændum með svipuðum hætti þegar reksturinn gengur vel.“

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...