Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Aðstandendur Spuna frá Vesturkoti munu hampa Sleipnisbikarnum í sumar. Spuni vann A-flokk á Landsmóti hestamanna árið 2014 undir stjórn Þórarins Ragnarssonar.
Aðstandendur Spuna frá Vesturkoti munu hampa Sleipnisbikarnum í sumar. Spuni vann A-flokk á Landsmóti hestamanna árið 2014 undir stjórn Þórarins Ragnarssonar.
Fréttir 20. júní 2018

Spuni frá Vesturkoti hlýtur Sleipnisbikarinn

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Við uppfærslu á alþjóðlegu kynbótamati fyrir íslensk hross sem gerð var í byrjun vikunnar varð ljóst hvaða stóðhestar hafa kost á að að hljóta afkvæmaverðlaun á Landsmóti hestamanna í Reykjavík í sumar. Fjórir hestar hafa lágmörk til heiðursverðlauna en tólf hestar til fyrstu verðlauna fyrir afkvæmi. 
 
Spuni frá Vesturkoti stendur efstur afkvæmahesta til að fá heiðursverðlaun en hann er með 129 stig í kynbótamati og mun því hljóta Sleipnisbikarinn. Auk hans eru Kiljan frá Steinnesi (125 stig), Ómur frá Kvistum (122 stig) og Aðall frá Nýja-Bæ (121 stig) með lágmörk til heiðursverðlauna.
 
Tólf stóðhestar geta hlotið fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi samkvæmt uppfærslu kynbótamatsins. Þar stendur efstur Skýr frá Skálakoti með 128 stig. 
 
Auk hans uppfylla Arion frá Eystra-Fróðholti (126 stig), Óskasteinn frá Íbishóli (125 stig),  Hákon frá Ragnheiðarstöðum (124 stig), Eldur frá Torfunesi (124 stig), Trymbill frá Stóra-Ási (124 stig), Jarl frá Árbæjarhjáleigu II (123 stig), Lukku-Láki frá Stóra-Vatnsskarði (122 stig), Hrannar frá Flugumýri II (122 stig), Sjóður frá Kirkjubæ (121 stig), Blær frá Hesti (119 stig) og Stormur frá Herríðarhóli (118 stig) lágmörkin.
 
Skýr frá Skálakoti og Arion frá Eystra-Fróðholti öttu kappi í úrslitum A-flokks á Landsmótinu árið 2016 en lutu þá í lægra haldi fyrir Hrannari frá Flugumýri II sem sigraði greinina. Í sumar munu þeir allir hljóta fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi, en hin rauðblesótti Skýr fær Eyfirðingsbikarinn þar sem hann stendur með flest stig í kynbótamati.
 
Allar nánari tölfræði-upplýsingar um afkvæmahestanna má nú nálgast á WorldFeng en þar er m.a. hægt að fletta upp á meðaleinkunnum afkvæmanna og kynbótamati hestanna fyrir alla eiginleika. 
 
Athygli vekur að flestallir afkvæmahestarnir hafa sýnt vasklega framgöngu í ýmsum keppnisgreinum á undanförnum misserum en nokkrir þeirra munu vera skráðir til leiks á Landsmót í sumar.
Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...