Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Spjallað við bændur í Efstadal
Mynd / Beit
Fréttir 4. ágúst 2017

Spjallað við bændur í Efstadal

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Í nýjasta þætti Spjallað við bændur er farið í heimsókn í Efsta­dal í Blá­skógabyggð en þar er rekið mynd­arlegt kúa- og ferða­þjónustubú. Rætt er við Sölva Arnarsson sem sér um reksturinn ásamt öðrum fjöl­skyldumeðlimum. Sölvi fer yfir búskapinn og fjallar um það hvernig hann fléttast saman við ferða­þjón­ustuna sem er afar blómleg á hans heimaslóðum. 
 
Þorsteinn Roy Jóhannsson, spyrill þáttanna, segir að það sé margt fróðlegt í þessum þætti.
 
„Bændurnir í Efstadal vilja að upplifun ferðamannsins sé þannig að hann sé í raun að koma í heimsókn á sveitabæinn Efstadal og sjá þá starfsemi sem er í gangi. Svo getur hann gætt sér á dýrindis kræsingum af matseðli, ís, ostum og skyri sem þau búa til úr þeim afurðum sem þau eru að framleiða. Þau eru einnig með hestaleigu og fimm hunda á bænum,“ segir Þorsteinn. Fyrr á árum voru um 700 fjár á vetrarfóðrum á bænum en það var skorið niður vegna riðu og alfarið farið í kúabúskap og nautgripaeldi.
 
„Sölvi sagði okkur líka að jörðin væri á þannig stað að kúabúskapurinn henti mun betur en fjárbúskapurinn. Kindunum finnst nefnilega blómin í görðum sumarhúsanna þarna í kring langbest á bragðið!“ 
 
Þættirnir Spjallað við bændur eru aðgengilegir á vef Bændablaðsins, bbl.is og líka á Facebooksíðu blaðsins. 

 


 

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...