Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sólarorka hagkvæmari en kolaiðnaður
Mynd / REUTERS/Ajay Verma
Fréttir 10. júlí 2017

Sólarorka hagkvæmari en kolaiðnaður

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Stærsta kolavinnslufyrirtæki heims hefur tilkynnt að það muni loka 37 námum vegna þess að þau eru ekki lengur hagkvæm. Coal India tilkynnti að námunum yrði lokað fyrir mars 2018.
 
Á meðan stækkar sólar­raforkugeiri landsins, sem hefur fengið byr undir báða vængi í formi alþjóðlegra fjárfestinga. Lækkandi verð á sólarraforku hefur því neikvæð áhrif á fyrirtæki sem vinna jarðefnaeldsneyti í landinu.
 
Sólarraforkugeirinn í Indlandi nýtur mikilla alþjóðlegra fjárfestinga og lækkandi verð á sólarorku hefur haft neikvæð áhrif á fyrirtæki sem vinna jarðefnaeldsneyti í landinu.
 
Ríkisstjórn Indlands hefur gefið það út að þeir muni ekki opna fleiri kolanámur eftir árið 2022 og stefnir auk þess á að 57% af heildarraforku landsins árið 2027 muni vera framleidd með endurnýjanlegri orku árið 2027. Þetta markmið er langt umfram skuldbindingar Indlands í Parísarsamkomulaginu.
 
Fallið var frá áætlunum um 14 GW kolanámu og orkuveri í maí. Mun það benda til straumhvarfa í orkumarkaði Indlands, samkvæmt frétt breska blaðsins Independent.
 
Þar er vitnað í sérfræðing sem segir að metnaðarfullar ráðstafanir indverskra stjórnvalda ásamt innspýtingu frá alþjóðlegum fjárfestum sé að verða til þess að verð á sólarraforku sé í frjálsu falli. Slík þróun muni hafa áhrif á alþjóðlegan orkumarkað.
 
Ef fram fer sem horfir og kostnaður við sólarorkuvinnslu heldur áfram að lækka er búist við að Indland geti verið kolanámulaust árið 2050. 
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...