Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sögulegar sættir
Fréttir 1. apríl 2015

Sögulegar sættir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Tilkynnt var í dag um nýjan framkvæmdastjóra Landssamtaka sauðfjárbænda, en Sigurður Eyþórsson lét af störfum nú um mánaðamótin eins og kunnugt er.

A heimasíðu Landssamtaka sauðfjárbænda segir að nýi framkvæmdastjórinn er enginn annar en hagfræðiprófessorinn góðkunni Þórólfur Matthíasson. Ákvörðunin kemur nokkuð á óvart í ljósi þess að Þórólfur hefur hingað til verið talinn einn af helstu gagnrýnendum landbúnaðarstefnunnar í landinu. Aðspurður segir Þórarinn Pétursson formaður LS, að það hafi einfaldlega verið tekin sú ákvörðun að nauðsynlegt væri að fá nýtt blóð að rekstri samtakanna.

"Okkur datt Þórólfur fljótt í hug og ákváðum að kanna málið. Það kom líklega báðum jafnmikið á óvart að samkomulag skyldi nást en það kom í ljós að Þórólfur var einnig að leita nýrra áskorana - og þetta er niðurstaðan. Það má kalla þetta sögulegar sættir. Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun og hlakka til samstarfsins".

Skylt efni: 1. apríl

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.