Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Slök útkoma í útflutningi nautakjöts í Bandaríkjunum á árinu 2019
Fréttir 4. mars 2020

Slök útkoma í útflutningi nautakjöts í Bandaríkjunum á árinu 2019

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Það er frekar dapurt yfir banda­rískum nautakjöts­framleið­endum um þessar mundir. Um 2,5% sam­dráttur varð í útflutningi á árinu 2019 samfara um 3% samdrætti í verðmætum talið. 
 
Meginástæða minni útflutnings var snörp dýfa í útflutningi á nautakjöti til Japans. Þar nam samdrátturinn um 6%, bæði hvað magn og verðmæti áhrærir. 
 
Það var þó ljós í myrkrinu að útflutningur á nautakjöti til Suður-Kóreu jókst um 7% og skilaði það 5% verðmætaaukningu útflutnings á þann markað samkvæmt tölum Kjötútflutningssambands Bandaríkjanna (USMEF).  
 
Aðrir markaðir sem verið hafa öflugir fyrir bandarískt nautakjöt voru sumir með einhverja aukningu á síðasta ári. Þannig  jókst útflutningur til Mexíkó um 1%, en um 5% í verðmætum talið. Þá jókst útflutningur til Mið-Ameríkuríkja um 3% og um 7% að verðmæti. Eins var 4% aukning á sölu til Kanada sem skilaði 5% verðmætaaukningu. 
 
Miklar vonir eru bundnar við að samningaviðræður Bandaríkjamanna við Kínverja um tollamál skili árangri. Það gæti hleypt lífi í bandarískan landbúnað, sem hefur skaðast verulega af því tollastríði. Það á bæði við um kjötútflutning og ekki síður um útflutning á sojabaunum og mjöli. Þá voru  tollar lækkaðir á innflutningi á kjöti til Japans nú í byrjun janúar og gæti sala þangað því farið að glæðast. 

Skylt efni: bandaríkin

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...