Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sláturlömbum fækkar en meðalvigt hærri milli ára
Fréttir 21. nóvember 2018

Sláturlömbum fækkar en meðalvigt hærri milli ára

Höfundur: Vilmundur Hansen

Meðalfallþungi sláturlamba í haust var 0,15 kílóum hærri í haust en á síðasta ári. Fallþungi sláturlamba á Norðurlandi var hærri en á Suðurlandi og í ár var slátrað meira af fullorðnu fé og hrútum en í fyrra.

Meðalfallþungi dilka á nýliðinni sláturtíð var 16,56 kíló, sem er 0,15 kílóum meira en á síðasta ári. Heildarfjöldi sláturlamba hefur aftur á móti dregist saman úr 599.954 árið 2017 í 542.674 árið 2018.

Meiru af fullorðnu fé var slátrað í ár en í fyrra. Alls var í ár slátrað 59.500 ám og hrútum í haust sem er 4.350 minna en á síðasta ári.

Lægri meðalvigt á Suðurlandi

Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir að fallþungi norðanlands hafi verið hærri en sunnanlands. „Tíðin sunnanlands í vor var erfið og í sumum tilfellum geltust ærnar hreinlega upp og meðalþyngd dilka hjá okkur var 16,5 kíló 2017 en var 16,3 kíló í ár.

Sláturlömbum fækkaði um 5% milli ára en þau voru 102.752 í fyrra en 97.352 í ár. Fullorðnu fé fjölgaði aftur á móti úr 11.425 í 11.831 milli ára.

Steinþór segir að þar sem ærslátrunin er að aukast þrátt fyrir samdrátt í dilkum þá dragi hann þá ályktun að von sé á svipaðri fækkun næsta haust, eða 4–5%.

Veruleg aukning í slátrun á fullorðnu fé

Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska, segir að sláturtíðin hafi gengið vel í ár. Bæði hvað varðar samvinnu við bændur og að fá fé til slátrunar. „Við rekum tvö sláturhús, annað á Húsavík og hitt á Höfn. Samanlagt felldum við 114.861 lamb og fullorðið fé á báðum stöðum. Fallþunginn á Húsavík var 16,7 kíló sem er 270 grömmum hærri en árið 2017 og hann var 16,3 sem einnig er 270 grömmum meiri en 2017.“

Ágúst segir aukningu vera í slátrun á fullorðnu fé milli ára. „Í ár slátruðum við 12.200 fullorðnum ám og hrútum en í fyrra 10.604. Þannig að aukningin er veruleg á milli ára.“

Skylt efni: Slátrun 2018 | sláturhús

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...