Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sláturlömbum fækkar en meðalvigt hærri milli ára
Fréttir 21. nóvember 2018

Sláturlömbum fækkar en meðalvigt hærri milli ára

Höfundur: Vilmundur Hansen

Meðalfallþungi sláturlamba í haust var 0,15 kílóum hærri í haust en á síðasta ári. Fallþungi sláturlamba á Norðurlandi var hærri en á Suðurlandi og í ár var slátrað meira af fullorðnu fé og hrútum en í fyrra.

Meðalfallþungi dilka á nýliðinni sláturtíð var 16,56 kíló, sem er 0,15 kílóum meira en á síðasta ári. Heildarfjöldi sláturlamba hefur aftur á móti dregist saman úr 599.954 árið 2017 í 542.674 árið 2018.

Meiru af fullorðnu fé var slátrað í ár en í fyrra. Alls var í ár slátrað 59.500 ám og hrútum í haust sem er 4.350 minna en á síðasta ári.

Lægri meðalvigt á Suðurlandi

Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir að fallþungi norðanlands hafi verið hærri en sunnanlands. „Tíðin sunnanlands í vor var erfið og í sumum tilfellum geltust ærnar hreinlega upp og meðalþyngd dilka hjá okkur var 16,5 kíló 2017 en var 16,3 kíló í ár.

Sláturlömbum fækkaði um 5% milli ára en þau voru 102.752 í fyrra en 97.352 í ár. Fullorðnu fé fjölgaði aftur á móti úr 11.425 í 11.831 milli ára.

Steinþór segir að þar sem ærslátrunin er að aukast þrátt fyrir samdrátt í dilkum þá dragi hann þá ályktun að von sé á svipaðri fækkun næsta haust, eða 4–5%.

Veruleg aukning í slátrun á fullorðnu fé

Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska, segir að sláturtíðin hafi gengið vel í ár. Bæði hvað varðar samvinnu við bændur og að fá fé til slátrunar. „Við rekum tvö sláturhús, annað á Húsavík og hitt á Höfn. Samanlagt felldum við 114.861 lamb og fullorðið fé á báðum stöðum. Fallþunginn á Húsavík var 16,7 kíló sem er 270 grömmum hærri en árið 2017 og hann var 16,3 sem einnig er 270 grömmum meiri en 2017.“

Ágúst segir aukningu vera í slátrun á fullorðnu fé milli ára. „Í ár slátruðum við 12.200 fullorðnum ám og hrútum en í fyrra 10.604. Þannig að aukningin er veruleg á milli ára.“

Skylt efni: Slátrun 2018 | sláturhús

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...