Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Magnús Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, og Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri takast í hendur við undirritun samningsins í dag ásamt Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra.
Magnús Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, og Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri takast í hendur við undirritun samningsins í dag ásamt Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra.
Mynd / HÓ
Fréttir 21. febrúar 2019

Skógræktin og Vatnajökulsþjóðgarður gera samning um Ásbyrgi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Samningur á milli Skógræktarinnar og Vatnajökulsþjóðgarðs um umsjón með Ásbyrgi í Kelduhverfi var undirritaður fyrir skömmu. Samkvæmt honum færist formleg umsjón jarðarinnar og allra mannvirkja á henni frá Skógræktinni til Vatnajökulsþjóðgarðs.

Vatnajökulsþjóðgarður og Skógræktin eiga engu að síður áfram með sér samstarf um innri hluta Ásbyrgis og land Ásbyrgis norðan þjóðvegar.

Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að einkum sé um tæknilegt atriði að ræða, þ.e. hvaða ríkisstofnun hafi opinbera umsjón með landi í eigu ríkisins og hefur til að mynda að gera með það hver sér um að greiða fasteignagjöld, viðhalda húsum og þess háttar. Samningurinn hefur ekki í för með sér neinar grundvallarbreytingar fyrir starfsemi í Ásbyrgi. Þó er viðbúið að hann muni einfalda ýmsa ferla, svo sem vegna gerðar nýs deiliskipulags sem hefur verið í pípunum í þó nokkurn tíma.

„Í þessu tilviki var verið að færa opinbera umsjón frá Skógræktinni til Vatnajökulsþjóðgarðs og réði þar mestu að þjóðgarðurinn notar húsin sem fylgja jörðinni en Skógræktin ekki. Samningurinn var staðfesting á að áfram verði samstarf beggja stofnana um skóginn í Ásbyrgi og að Skógræktin hafi áfram umsjón með landi Ásbyrgis sem er utan Þjóðgarðsins, norðan þjóðvegar,“ segir Þröstur.

 

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...