Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Gómsætt finnskt skordýrabrauð. Hvert brauð inniheldur 70 krybbur.
Gómsætt finnskt skordýrabrauð. Hvert brauð inniheldur 70 krybbur.
Fréttir 5. janúar 2018

Skordýrabrauð á borðum Finna

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Fyrirtækið Fazer, sem flestir tengja við sælgætisframleiðslu, hefur nú sett á markað fyrsta skordýrabrauð í heiminum í matvöruverslanir í Finnlandi. Hvert brauð inniheldur 70 krybbur en frá og með 1. nóvember var leyfilegt að selja skordýr í matvælum í Finnlandi. 
 
Neytendur hafa tekið nýju vörunni vel enda er um næringarríkt brauð að ræða, það er prótínríkt og skordýrin innihalda góðar fitusýrur, kalsíum, járn og B12-vítamín. Fyrir hafði Fazer sett brauð á markað með rótargrænmeti í sem gaf góða raun. Fyrirtækið hefur fengið mikla athygli erlendra fjölmiðla eftir að skordýrabrauðið kom á markað og vonast forsvarsmenn þess til að geta komið því til fleiri landa. 
  • Krybbur eru dreifðar um heim allan á milli 55. breiddargráðanna. Fjölbreytileikinn er mestur í hitabeltislöndum. 
  • Alls eru þekktar yfir 900 tegundir af krybbum. Í Evrópu eru um 80 tegundir í 28 ættkvíslum.
  • Krybbur eru allt að 5 sentímetra langar. 
  • Bolurinn er að mestu sívalur, höfuð kúlulaga, og afar langir fínir fálmarar.
  • Margar tegundir eru ófleygar. Afturfætur eru stórir sterkir stökkfætur með sérstaklega þykka lærliði og langliði alsetta sterkum göddum. (Heimild: Náttúrufræðistofnun Íslands).
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...