Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Skimun fyrir sjúkdómsvaldandi bakteríum í kjöti á markaði 2018
Fréttir 12. júní 2019

Skimun fyrir sjúkdómsvaldandi bakteríum í kjöti á markaði 2018

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skimun fyrir sjúkdómsvaldandi bakteríum í kjöti sýnir að STEC E. coli finnst bæði í kjöti af íslensku sauðfé og nautgripum. Þetta er í fyrsta sinn sem skimað er fyrir þessari eiturmyndandi tegund E. coli í kjöti af sauðfé og nautgripum hérlendis.

Salmonella og kampýlóbakter greindust ekki í svína- og alifuglakjöti að undanskilinni salmonellu sem fannst í einu sýni af svínakjöti. Ljóst er að mikill árangur hefur náðst með forvörnum og eftirliti í eldi og við slátrun alifugla og svína.

Skimunin var á vegum Matvælastofnunar, heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Tilgangur skimunarinnar var að kanna stöðu sjúkdómsvaldandi örvera í afurðum þegar neytandinn fær þær í hendur, og fór því sýnatakan fram í verslunum. Tekin voru um 600 sýni af kjöti af sauðfé, nautgripum, svínum og kjúklingum, af innlendum eða erlendum uppruna frá mars til desember 2018.

STEC (Shiga Toxin-producing Escherichia Coli) er eiturmyndandi tegund E. coli. STEC getur valdið alvarlegum veikindum í fólki en algeng sjúkdómseinkenni eru niðurgangur en einnig getur sjúkdómurinn leitt til nýrnaskaða, svokallað HUS (Hemolytic Urea Syndrome). Fólk getur smitast af STEC með menguðum matvælum eða vatni, með beinni snertingu við smituð dýr, eða umhverfi menguðu af saur þeirra.

Niðurstöður skimunar fyrir STEC benda til að shigatoxín myndandi E. coli sé hluti af náttúrulegri örveruflóru íslenskra nautgripa og sauðfjár. STEC fannst í 30% sýna af lambakjöti og 11,5% sýna af nautgripakjöti. Ljóst er að rannsaka þarf betur STEC í kjöti og skerpa þarf á fyrirbyggjandi aðgerðum í sláturhúsum og kjötvinnslum til að minnka líkur á að STEC berist í kjötið. Hreinleiki gripa skiptir hér einnig máli og því þarf að reyna að koma í veg fyrir að óhreinum gripum sé slátrað í sláturhúsi.

Neytendur geta dregið verulega úr áhættu vegna smits frá salmonellu, kampýlóbakter og E. coli með því að gegnumelda kjöt fyrir neyslu og gæta að krossmengun. Megnið af E. coli er á yfirborði kjöts og drepst því við steikingu/grillun á kjötstykkjum, en bakteríurnar dreifast um allt kjötið þegar það er hakkað. Því er mikilvægt fyrir neytendur að forðast krosssmit við matreiðslu og gegnumsteikja hamborgara og annað hakkað kjöt.

Skýrsla um skimun fyrir sjúkdómsvaldandi bakteríum í kjöti á markaði 2018

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...