Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Skil á gögnum um búfjáreign, fóður og landstærðir
Fréttir 30. október 2015

Skil á gögnum um búfjáreign, fóður og landstærðir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun hefur sent öllum þeim sem skráðir eru eigendur eða umráðamenn búfjár í gagnagrunninum Bústofni bréf

Í bréfinu er minnt á að samkvæmt lögum um búfjárhald nr. 38/2013 skulu umráðamenn búfjár skila árlegri haustskýrslu fyrir 20. nóvember næst komandi um búfjáreign, fóður og landstærðir.

Með nýjum lögum um búfjárhald var heimild veitt til að eingöngu verði um rafræn skil að ræða og hefur því verið horfið frá notkun haustskýrslu eyðublaða og þess í stað tekin upp rafræn skil á vefslóðinni www.bustofn.is.

Sérstaklega er minnt á að hestar teljast til búfjár og skulu eigendur hesta ganga frá haustskýrslu eins og aðrir búfjáreigendur fyrir 20. nóvember næst komandi
Búfjáreigendur eru hvattir til að ganga frá skilum á skýrslum fyrir tilsettan tíma og komast þannig hjá óþarfa kostnaði sem hlýst af  heimsóknum eftirlitsmanna vegna vanskila á skýrslum.

Bréf Mast til umráðamanna búfjár.

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...