Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sigrún Inga (t.h.) og Sigríður, ásamt Sveini Aðalsteinssyni, formanni dómnefndar, og hr. Guðna Th.Jóhannessyni, forseta Íslands.
Sigrún Inga (t.h.) og Sigríður, ásamt Sveini Aðalsteinssyni, formanni dómnefndar, og hr. Guðna Th.Jóhannessyni, forseta Íslands.
Mynd / MHH
Fréttir 7. febrúar 2018

Sigrún og Sigríður fengu hvor sínar 750.000 krónurnar í styrki

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Þann 11. janúar síðastliðinn voru veittir styrkir til náms úr Vísinda- og rannsóknasjóði Suðurlands.  Styrkþegar að þessu sinni voru tveir og fengu hvor um sig 750.000 krónur.  
 
Annars vegar var það Sigríður Jónsdóttir til að vinna að MA-verkefni sínu „Beittar uppgræðslur á hálendi Íslands, reynsla bænda, aðferðir og árangur“.  Markmið verkefnis er að afla þekkingar meðal bænda, sem hafa unnið að uppgræðslu á hálendinu, til að geta nýtt og miðlað þekkingu þeirra á skilvirkari hátt en nú er gert. Hins vegar fékk Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir styrk til að vinna að MA-verkefni sínu „Málefni Breiðamerkursands og evrópski landslagssáttmálinn“. Markmið verkefnis er að kanna hvaða áhrif evrópski landslagssáttmálinn gæti haft á málefni Breiðamerkursands. Styrkurinn var afhentur af forseta Íslands, herra Guðna Th. Jóhannessyni, á hátíðarfundi Fræðslunetsins sem haldinn var í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Suðurlands. Sigrún Inga er í námi við Háskóla Íslands og Sigríður við Landbúnaðarháskóla Íslands.
 
Sigurður með viðurkenninguna og blómvönd, ásamt Gunnari Þorgeirssyni, formanni stjórnar SASS, og hr. Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands.
 
Sigurður hlaut menntaverðlaun Suðurlands
 
Við sama tækifæri og styrkirnir voru afhentir úr Vísinda- og rannsóknasjóði Suðurlands veittu Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) menntaverðlaun samtakanna fyrir árið 2017. 
 
Þrjár tilnefningar bárust. Stjórn SASS var sammála um að verðlaunin færu til Sigurðar Sigursveinssonar, framkvæmdastjóra Háskólafélags Suðurlands og fyrrverandi skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Sigurður tók auðmjúkur við verðlaununum um leið og hann þakkaði fyrir sig og það góða starfsfólk sem hefur unnið með honum í gegnum árin. 
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...