Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Seyra til uppgræðslu á Hrunamannaafrétti
Fréttir 23. maí 2016

Seyra til uppgræðslu á Hrunamannaafrétti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Árið 2012 gerðu Hrunamannahreppur og Landgræðsla ríkisins með sér samning um tilraunaverkefni með notkun á seyru til uppgræðslu. Tilraunaverkefnið var framkvæmt innan landgræðslugirðingar fremst á Hrunamannaafrétti, þangað sem seyran var flutt og felld niður með sérstökum búnaði.

Í frétt á vef Landgræðslu ríkisins segir að verkefnið hafi staðið í þrjú ár og unnið með samþykki Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Landgræðslan fylgdist með framvindu og árangri uppgræðslunnar og gerði mælingar á gróðri haustið 2015.

Strax á fyrsta ári mátti sjá að gróðurþekja jókst þar sem seyru var dreift.  Tilraunin sýndi að seyra er góður kostur við uppgræðslu lands og nýting hennar til landbóta sé hyggilegur kostur. Höfundar skýrslunnar eru þau Sigþrúður Jónsdóttir héraðsfulltrúi og Magnús H. Jóhannsson sviðsstjóri þróunarsviðs.

Í skýrslunni kemur fram að hægt er að draga úr kostnaði við flutning á seyru með því að nýta hana í heimabyggð í stað þess að flytja hana um langan veg til urðunar. Jafnframt því sem dregið er úr kostnaði við flutning er lífrænum efnum komið aftur inn í næringarefnahringrás náttúrunnar og næringarefni úr seyrunni nýtast plöntum til vaxtar og þar með til landbóta. Í þessu liggja tækifæri fyrir sveitarfélög á Íslandi því allt of víða er land lítt gróið og ekki í ásættanlegu ástandi.

Landgræðslan mælir með því að seyra sé notuð til uppgræðslu lands að þeim skilyrðum uppfylltum að farið sé eftir reglum er varða heilbrigðisöryggi og náttúruvernd. Urðun á seyru er í raun sóun á verðmætum.


Skýrslan í heild
 

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...