Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sex landverðir drepnir
Fréttir 2. maí 2018

Sex landverðir drepnir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Virunga-þjóðgarðurinn í Kongó er stærsta og jafnframt eitt síðasta búsvæði fjallagórillu í heiminum. Þjóðgarðurinn, sem er sá elsti í Afríku, er einnig sá hættulegasti í heimi.

Fyrr í þessum mánuði voru sex landverðir drepnir við vörslu í garðinum en alls hafa 170 landverðir verið drepnir þar af veiðiþjófum á síðustu 20 árum.

Verndun fjallagórillunnar í Virunga-þjóðgarðinum er sagt vera eitt hættulegasta umhverfis­verndarverkefni í heimi um þessar mundir. Þjóðgarðurinn er um 7.800 ferkílómertar að stærð og gæsla í honum vandasöm og erfið. Landverðir sem fara um svæðið geta verið sambandslausir við umheiminn svo dögum skiptir og veiðiþjófar, ólöglegir skógarhöggsmenn og uppreisnarhópar þar víða að verki.

Þrátt fyrir mannfall í Virunga-þjóðgarðinum hefur tekist þokkalega upp með verndun fjallagórillunnar og henni fjölgað úr 300 í 1000 frá árinu 1997. 

Skylt efni: Landvarsla | Konfó

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...