Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, undirrituðu undir lok síðasta árs samning um kaup og rekstur á nýrri loftgæðamælistöð.
Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, undirrituðu undir lok síðasta árs samning um kaup og rekstur á nýrri loftgæðamælistöð.
Fréttir 20. febrúar 2017

Samvinna um loftgæðamælingar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, undirrituðu skömmu fyrir jól samning um kaup og rekstur á nýrri loftgæðamælistöð.
 
Stöðin mun mæla svifryk, köfnunarefnissambönd (NO/NO2) og brennisteinsdíoxíð (SO2).
 
Útblástur bíla og uppþyrlun göturyks eru helstu ástæður fyrir mengun af völdum köfnunarefnissambanda og svifryks á Akureyri. Brennisteinsdíoxíð kemur m.a. frá stórum skipum eins og t.d. skemmtiferðaskipum.
 
Með þessari nýju mælistöð opnast möguleikar á að vakta mengun frá skipaumferð. Einnig gagnast SO2 mælingar til að vakta mengun meðan eldgos eru í gangi. Ekki hafa áður verið stöðugar SO2 mælingar í gangi á Akureyri ef frá er talið tímabilið meðan eldgosið í Holuhrauni stóð yfir.
 
Nýja mælistöðin er nú í prufukeyrslu við hlið sambærilegrar mælistöðvar í Reykjavík en hún verður sett upp á Akureyri innan tíðar.  

Skylt efni: loftgæðamælingar

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...