Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Þórunn Júlíusdóttir og Erlendur Björnsson.
Þórunn Júlíusdóttir og Erlendur Björnsson.
Mynd / smh
Fréttir 3. mars 2016

Samskiptaörðugleikar Seglbúða og Matvælastofnunar

Höfundur: smh

Eins og fram kom í fréttum í gær var starfsemi sláturhússin og afurðastöðvarinnar í Seglbúðum stöðvuð fyrir skemmstu. Ástæðurnar sem Matvælastofnun (MAST) tiltekur eru að eftirlitsmönnum MAST hafi verið meinaður aðgangur að húsnæðinu til að sinna eftirliti. 

Einar Thorlacius, lögfræðingur hjá Matvælastofnun, segir að ítrekað hafi verið krafist úrbóta. Um var að ræða kröfur um bætta merkingu afurða og framsetningu upplýsinga, bætta skráningu á hitastigi í kæli- og frystigeymslu og almennt bætta umgengni

Í tilkynningu sem Erlendur Björnsson og Þórunn Júlíusdóttir, ábúendur í Seglbúðum og eigendur sláturhússins, sendu frá sér á Facebook-síðu Seglbúða kemur fram ástæðu þess að eftirlitsmönnunum hafi verið meinaður aðgangur sé hægt að rekja til mistúlkunar þeirra á lögunum. Stóðu þau í þeirri meiningu að Matvælastofnun þyrfti að gera boð á undan sér. Þá hafi þau bent á að engin kjötvinnsla eða slátrun væri í gangi sökum framkvæmda við sláturlínuna, þar sem aðlaga eigi línuna að stórgripaslátrun. „Við sáum ekki tilgang úttektar við þessar aðstæður. Þetta túlkuðu þeir sem svo að þeim væri meinaður aðgangur að byggingunni. Kvöddu þeir og fóru án frekari skýringa eða viðvarana.

Daginn eftir, þann 27.1. 2016, lýsir héraðsdýralæknirinn á Suðurlandi því síðan yfir í bréfi að eigendur hafi hindrað sig við eftirlit í Sláturhúsinu Seglbúðum. Í beinu framhaldi skrifar lögfræðingur MAST svo eigendum sláturhússins bréf þann 9.2.2016 og tilkynnir að til standi að stöðva markaðssetningu á afurðum fyrirtækisins. Veittur var einnar viku frestur til andmæla frá dagsetningu bréfsins. Eigendur Sláturhússins Seglbúðum senda inn andmæli þann 15.2. 2016 vegna fyrirhugaðra stöðvunar á starfsemi og svara efnislega þeim tilmælum um úrbætur sem málið snýst um. Loks kemur bréf frá MAST þann 23.2. 2016 þar sem tilkynnt er um ákvörðum stofnunarinnar um að stöðva markaðssetningu afurða Sláturhússins Seglbúðum og eigendunum gefinn þriggja mánaða frestur til að kæra ofangreinda ákvörðun til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Í bréfinu er öllum andmælum eigenda sláturhússins vísað á bug. Daginn eftir, þann 24.2.2016, sendu eigendur sláturhússins lögfræðingi MAST eftirfarandi bréfi, sem hann svo staðfestir móttöku á þann 25.2.2016. […] Okkur þykir miður hvernig málin hafa þróast og misskilnings virðist hafa gætt um hvort Matvælastofnun bæri að boða komu sína eður ei, þegar eftirlit væri annars vegar.

Við viljum þess vegna ítreka að dyrnar standa Matvælastofnun ætíð opnar og vonumst við til að eftilitsaðilar sjái sér fært að mæta og framfylgja nauðsynlegu eftirliti sem fyrst, svo stöðvun markaðsetningar afurða geti verið aflétt.“ segir í tilkynningunni.

Í lok tilkynningarinnar er þess getið að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem eigendur og starfsmenn sláturhússins upplifa samskiptaerfiðleika við eftirlitsaðila MAST, sem á að teljast óháður eftirlitsaðili og þjóna hagsmunum neytenda. „Framhaldið er óljóst. Sláturhúsið Seglbúðum hefur ekkert að fela og bæði eigendum og starfsmönnum þykir miður hvernig erfiðleikar í samskiptum virðast ítrekað koma upp við þessa opinberu stofnun,“ segja þau Erlendur og Þórunn.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...