Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Breytt skipan samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga
Fréttir 31. janúar 2017

Breytt skipan samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur breytt skipan samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga. Svanfríður Jónasdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar og fyrrverandi alþingismaður, verður formaður hópsins.

Í fréttatilkynningu frá landbúnaðarráðuneytinu segir að við endurskoðun á fulltrúum í samráðshópnum hafi sérstaklega verið horft til þess að auka vægi umhverfis- og neytendasjónarmiða í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

Svanfríður Jónasdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar og fyrrverandi alþingismaður, verður formaður hópsins.

Fulltrúum fjölgað um einn

Fulltrúum í hópnum er fjölgað úr tólf í þrettán. Umhverfisráðherra tilnefndir einn fulltrúa og Félag atvinnurekenda einn, til viðbótar þeim sem þegar voru skipaðir samkvæmt tilnefningu.

Skipan þriggja fulltrúa af fimm sem fyrri ráðherra skipaði án tilnefningar hefur verið afturkölluð.  Í þeirra stað hefur ráðherra skipað Brynhildi Pétursdóttur, fyrrverandi alþingismann og starfsmann Neytendasamtakanna og Svanfríði Jónasdóttur.

Fulltrúarnir sem viku voru Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir sem var formaður hópsins, Björg Bjarnadóttir og Ögmundur Jónasson.

Nýjan samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga skipa

Svanfríður Jónasdóttir, formaður (skipuð af ráðherra)

Brynhildur Pétursdóttir (skipuð af ráðherra)

Elín Margrét Stefánsdóttir (skipuð af ráðherra)

Jóna Björg Hlöðversdóttir (skipuð af ráðherra)

Þórunn Pétursdóttir (Umhverfisráðherra)

Páll Rúnar Mikael Kristjánsson (Félag atvinnurekenda)

Róbert Faresveit (Alþýðusamband Íslands)

Ólafur Arnarsson (Neytendasamtökin)

Andrés Magnússon (Samtök atvinnulífsins)

Sindri Sigurgeirsson (Bændasamtök Íslands)

Björgvin Jón Bjarnason (Bændasamtök Íslands)

Elín Heiða Valsdóttir (Bændasamtök Íslands)

Helga Jónsdóttir (Bandalag starfsmanna ríkis og bæja)

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...