Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kerfillinn yfirtekur land þar sem lúpínan hefur myndað næringarríkan jarðveg. Fátt virðist geta yfirunnið kerfilinn nema hávaxnari plöntur eins og tré. /Mynd VH
Kerfillinn yfirtekur land þar sem lúpínan hefur myndað næringarríkan jarðveg. Fátt virðist geta yfirunnið kerfilinn nema hávaxnari plöntur eins og tré. /Mynd VH
Fréttir 2. júlí 2019

Salt gott til að eyða kerfli

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kerfill er gróskumikil og dugleg planta sem vex víða við þjóðveginn. Þar sem mest er af kerfli getur hann orðið til vandræða. Tíu ára barátta bar fyrst árangur þegar stráð var salti á plönturnar snemma að vori.

Sigurbjörn Hjaltason að Kiðafelli í Mosfellsbæ segir að líkt og margir aðrir hafi hann verið að glíma við ágang kerfils í tíu ár. „Kerfillinn var orðinn talsvert dreifður hér meðfram vegum þegar ákveðið var að fara að vinna á honum fyrir um tíu árum. Það er mikill kerfill á Kjalarnesi og þar er hann búinn að eyðileggja mikið land og svo er greinilegt að plantan dreifist með vegum og það voru líka komnir öflugir brúskar inn með Hvalfirði.“

Fimmtán kílómetra hreinn kafli

„Í fyrstu stóð hreppurinn fyrir átaki til að eyða kerflinum en það gekk fremur illa að ráða niðurlögum hans. Ég tók við verkefninu eftir að ég hætti í sveitarstjórn og hef unnið að því síðan og mér hefur tekist að halda kaflanum frá munni Hvalfjarðarganganna og inn að Laxá í Kjós hreinum, eða um 15 kílómetra vegkafla.“

Sigurbjörn segir baráttuna við kerfilinn búna að vera mikið streð síðastliðin tíu ár og að hann hafi nánast reynt hvað sem er til að halda honum niðri. „Ég hef skorið af henni fræin áður en þau hafa þroskast í mörg ár og eitrað með Round up en hætti því fljótlega vegna þess að eitrið réði hreinlega ekki við kerfilinn.“

Saltið gagnar best

„Það var ekki fyrr en ég fékk salt hjá Tryggva Magnússyni í Kötlu á síðasta ári sem eitthvað fór að ganga. Saltið virkar mjög vel og ég er loksins farinn að ná tökum á kerflinum og hér sést hann varla á stórum kafla.

Best er að henda saltinu yfir plönturnar snemma á vorin á meðan þær eru litlar og setja um hnefafylli af salti, eða um 250 grömm, á hvern brúsk sem síðan seytla niður að rótinni og steindrepur hana.

Að sjálfsögðu verður fólk að gæta þess að það fari ekki salt á plöntur sem það vill ekki drepa og mér sýnist að ef varlega sé farið smiti saltið ekki mikið út frá sér og brenni mest þar sem það lendir. Salt er náttúrulegt efni sem skolar burt og ólíklegt að það valdi einhverjum óæskilegum áhrifum í náttúrunni til lengri tíma.“ 

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...