Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sala á íslensku svínakjöti jókst lítillega í maí
Mynd / TB
Fréttir 12. júlí 2019

Sala á íslensku svínakjöti jókst lítillega í maí

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Sala á svínakjöti frá íslenskum bændum jókst um 1% í maí borið saman við söluna í maí 2018. Í tölum Búnaðarstofu Mast kemur fram að seld hafi verið rúm 568 tonn af svínakjöti í maí síðastliðnum sem er 1% aukning á milli ára. Þá var ársfjórðungssalan tæp 1.612 tonn sem er sama magn og á sama tímabili 2018. Miðað við heilt ár er um að ræða söluaukningu upp á 4,8%.
 
Vantar 0,6 prósentustig til að jafna kindakjötssöluna
 
Íslenskt svínakjöt er með 23,4% hlutdeild af sölu á öllu kjöti frá íslenskum bændum. Í fyrra voru seld rétt tæp 6.798 tonn. Svínakjöt skipar nú þriðja sætið á vinsældalistanum, næst á eftir kindakjöti og alifuglakjöti. Ekki munar þó nema 0,6 prósentustigum að svínakjötssala íslenskra bænda nái að jafna kindakjötssöluna hér á landi. 
 
Innflutningur eykst hratt á svínakjöti 
 
Greinilegt er að íslenskir svína­bændur eiga talsverð tækifæri í að auka framleiðslu sína til að mæta eftirspurn ef marka má innflutningstölur á svínakjöti. Í fyrra voru flutt inn tæp 905 tonn af svínakjöti. Frá janúar 2019 til maíloka var búið að flytja inn  tæp 568 tonn af svínakjöti sem er 62% umfram sex mánaða tollkvóta. Má því ætla að svínakjötsinnflutningurinn á þessu ári verði talsvert meiri en í fyrra. Í þessu gæti legið tækifæri fyrir innlenda framleiðendur, en gagnrýni hefur komið fram á liðnum misserum og árum um að innflutningi hafi verið beitt til að halda niðri verði á kjöti frá íslenskum bændum.
 
Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...