Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Safngestir vel á fjórða þúsund
Fréttir 1. júní 2016

Safngestir vel á fjórða þúsund

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Á síðasta ári komu um 3.400 gestir í Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi og hefur gestum fjölgað um 13% frá árinu 2014 þegar safngestir voru um 3.000. 
 
Meirihluti þeirra voru erlendir gestir og komu flestir á eigin vegum en hópum hefur einnig fjölgað. Þetta kemur fram í ársskýrslu Heimilisiðnaðarsafnsins sem birt er á vef safnsins.
 
Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir verulega fjárhagserfiðleika í árslok 2014 hafi náðst að skila örlitlum hagnaði á síðasta ári en reksturinn sé þó í járnum. Framlag sveitarfélaganna hækkaði um 50 þúsund krónur á milli ára og framlag Safnasjóðs hækkaði um 450 þúsund. Fyrir utan 1 milljón króna í rekstrarstyrk sem úthlutað er til allra viðurkenndra safna af Safnasjóði, fengust 1,3 milljónir í verkefnastyrki. Þá nema aðrir styrkir samtals 950 þúsundum og ber þar hæst styrkir frá Uppbyggingarsjóði vegna ýmissa viðburða, en einnig veitti Kvenfélagið Vaka á Blönduósi safninu styrk að upphæð 100 þúsund krónur. 
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...