Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sækjum fram í vöruþróun og framsetningu - Upptökur af Hellufundi
Mynd / TB
Fréttir 17. janúar 2018

Sækjum fram í vöruþróun og framsetningu - Upptökur af Hellufundi

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Á þrettándanum var haldinn fjölmennur fundur í íþróttahúsinu á Hellu þar sem fundarefnið var markaðsmál kindakjöts. Um 370 gestir mættu til fundarins og hlýddu á erindi um markaðssetningu á lambakjöti og gæddu sér í kjölfarið á fjölbreyttum lambakjötsréttum.

Frummælendur voru þeir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, Jón Örn Stefánsson í Kjötkompaníi og Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Icelandic Lamb. Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda ávarpaði fundinn og sagði meðal annars að skoða þyrfti verðmyndunarferli lambakjöts niður í kjölinn og nýta alla hagræðingarmöguleika, "... og kannski helst af öllu; sækja fram hvað varðar vöruþróun og framsetningu. Við þurfum stöðugt að minna okkur á að hlusta eftir þörfum og vilja neytenda og haga okkar framleiðslu í takt við það," sagði Oddný Steina.

Fundurinn var haldinn að frumkvæði Ásmundar Friðrikssonar alþingismanns og sauðfjárbændanna Jóns Bjarnasonar í Skipholti og Erlends Ingvarssonar í Skarði. Styrktaraðilar og aðstoð við framkvæmd veittu IKEA, Kjötkompaní, Markaðsráð kindakjöts, Bændablaðið, Sláturfélag Suðurlands og Norðlenska.

Erindin voru tekin upp og eru aðgengileg hér undir.


 

 

Ný og endurbætt vorbók
Fréttir 18. mars 2024

Ný og endurbætt vorbók

Á vordögum tökum við í notkun endurbætta útgáfu að hinni góðu gulu vorbók sem er...

Fræðasamfélag í uppbyggingu
Fréttir 18. mars 2024

Fræðasamfélag í uppbyggingu

Í Mývatnssveit er verið að byggja upp svokallaða vettvangsakademíu fyrir kennslu...

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora
Fréttir 18. mars 2024

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora

Magne Kvam hefur tekið upp á sitt einsdæmi að leggja spor fyrir skíðagöngu á höf...

Íbúum utan borgarinnar fjölgar
Fréttir 15. mars 2024

Íbúum utan borgarinnar fjölgar

Yfirlit yfir þróun byggðar hérlendis er eitt verkefna Byggðastofnunar, en nýveri...

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum
Fréttir 15. mars 2024

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum

Oddný Steina Valsdóttir og Ágúst Jensson, bændur á Butru í Fljótshlíð, eru fyrst...

Fimm tegundir teknar af skrá
Fréttir 15. mars 2024

Fimm tegundir teknar af skrá

Samkvæmt niðurstöðum áburðareftirlits Matvælastofnunar fyrir innfluttan tilbúinn...

Loftslag
Fréttir 15. mars 2024

Loftslag

Gagnvirkur loftslagsatlas sýnir fortíð og spáir fyrir um framtíð.

Bændavakt á Búnaðarþingi
Fréttir 14. mars 2024

Bændavakt á Búnaðarþingi

Búnaðarþing er nú haldið á Hótel Reykjavík Natura. Á Bændavakt á vef Bændasamtak...