Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Rússneskur landbúnaður í miklum uppbyggingarfasa
Fréttir 26. október 2018

Rússneskur landbúnaður í miklum uppbyggingarfasa

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samkvæmt vefsíðu AgriForum, verða kynntar fyrir árslok yfir 17 milljarða rúblna fjárfestingar í landbúnaði í Stavropol-héraði í Rússlandi. 
 
Er þetta haft eftir svæðisstjóranum Vladimir Vladimirov  á fundi í Mineralny Voda þann 9. október. Þar hélt hann fund með Vladimir Pútín, forseta Rússlands, um landbúnaðarmál. 
 
Rússar settu í gang afar metnaðarfulla áætlun um uppbyggingu í landbúnaði í kjölfar viðskiptabanns ESB og Bandaríkjanna eftir yfirtöku Rússa á Krímskaga. Pútín forseti gaf þá út yfirlýsingu um að Rússar yrðu orðnir sjálfum sér nægir um landbúnaðarvörur fyrir árslok 2020. Þessu marki hafa þeir þegar náð á nokkrum sviðum landbúnaðarframleiðslunnar með tilheyrandi samdrætti í innflutningi sem áður kom m.a. frá ESB-ríkjum. 
 
 
Sagði Vladimirov að á meðal verkefna sem rætt hafi verið um væru margháttuð ný verkefni. Þar á meðal væri bygging á geymslumiðstöð fyrir landbúnaðarafurðir, bygging gróðurhúsa, kornvinnsla, bygging á húsum fyrir búfé og uppsetning á sérstökum eplagarði. 
 
Þegar á þessu ári verður fjórum verkefnum lokið sem kosta nærri 2 milljörðum rúblna. 
 
Vladimirov benti á að Stavropol-svæðið væri brauðkarfa Rússlands. Nauðsynlegt væri að styrkja sögulega stöðu þess í tengslum við áætlanir yfirvalda um sjálfbærni landsins. Þá sagði hann að fjölmörg önnur landbúnaðarverkefni væru þegar í gangi, m.a. í mjólkur- og kjötframleiðslu í tengslum við átak í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 
 
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...