Fréttir 03. desember 2019

Rúmlega 25% kúabænda búin að kjósa

Ritstjórn

Klukkan þrjú í dag höfðu 332 kúabændur kosið í rafrænni kosningu um samkomulag bænda og ríkisvaldsins um endurskoðun nautgripasamnings. Þetta eru rúmlega 25% þeirra 1.315 sem eru á kjörskrá.

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins hefur kjörsókn bænda í atkvæðagreiðslum verið nokkuð misjöfn í gegnum tíðina. Ríflega 45% þátttaka var í rafrænni atkvæðagreiðslu um endurskoðun sauðfjársamnings fyrr á árinu og 70,8% kúabænda kusu um nýjan nautgripasamning árið 2016. Árið 2012 var kosið um framlengingu nautgripasamnings og þá var kjörsókn aðeins 36%.

Atkvæðagreiðslu lýkur miðvikudaginn 4. desember kl. 12.00 og verða úrslitin kunngerð skömmu síðar.

Atkvæðagreiðslan fer fram með rafrænum hætti og er aðgengileg á vef Bændasamtakanna með því að smella hér.