Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
„Ríkisvaldið getur ekki átt í samtali um hagsmuni atvinnugreinar við eitt fyrirtæki“
Fréttir 26. febrúar 2015

„Ríkisvaldið getur ekki átt í samtali um hagsmuni atvinnugreinar við eitt fyrirtæki“

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra hélt fyrir skömmu erindi hjá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) í húsnæði MS. Í erindinu gagnrýndi ráðherrann harðlega stöðu MS innan Samtaka afurðastöðu í mjólkuriðnaði.

Í erindinu fjallaði ráðherra um stöðu SAM og annarra aðila á mjólkurvörumarkaði og sagði m.a.:

Samtök afurðastöðva í húsnæði risans á markaðnum

„Afurðastöðvar innan SAM eru nú sex talsins og þannig háttar til að eitt fyrirtæki, sem við erum nú stödd í, er langstærsta fyrirtækið innan vébanda þess. Þó eru ekki öll fyrirtæki sem starfa í mjólkuriðnaði innan samtakanna. Þessi staða, með eitt risavaxið fyrirtæki innan sinna vébanda, gerir SAM að nokkru leyti frábrugðið öðrum hagsmunasamtökum. Og til að undirstrika sérstöðu SAM eru samtökin til húsa hjá einu aðildarfélaganna.

Afl þess stóra kann, með réttu eða röngu, að fæla aðra frá. Og fyrir samtök sem þessi er mikilvægt að allir innan greinarinnar finni að þeir séu velkomnir. Það eykur styrkinn.

Fyrir ríkisvaldið er mikilvægt að hafa samtök fyrirtækja sem viðræðuaðila. Ríkisvaldið getur ekki átt í samtali um hagsmuni atvinnugreinar við eitt fyrirtæki. Fyrir ríkið eru breið samtök allra fyrirtækja í mjólkuriðnaði t.a.m. undir SAM því algjör nauðsyn. Án slíkra samtaka verður samtal ríkis og atvinnugreinar mun erfiðara.

Mín skoðun er hins vegar sú, að tryggja verði, það sem kallað er, armslengdar sjónarmið í starfseminni eins og ég nefndi áðan um nauðsyn/mikilvægi þess fyrir ríkið að eiga tök á samtali við samtök fyrirtækja en ekki eitt fyrirtæki.

Það má spyrja hvort það þýðir til dæmis að skrifstofa og starfsemi SAM eigi að vera á „hlutlausu svæði“, en ekki inni í einu aðildarfélaginu. Þeirri spurningu þurfið þið að svara,“ sagði Sigurður

Brýning á að halda betur utan um mjólkurvinnsluna

Rögnvaldur Ólafsson, bóndi í Flugumýrarhvammi í Skagafirði og formaður stjórnar SAM, segist ekki hafa upplifað orð ráðherra sem gagnrýni á samtökin.

„Ég tók orð Sigurðar Inga sem hluta af umræðunni um með hvaða hætti fyrirtæki sem ekki taka við mjólk frá bændum en vinna mjólk sem þau kaupa nánast alfarið frá Mjólkursamsölunni gefist kostur á að gerast aðilar að SAM.

Þrátt fyrir fullan vilja SAM til aukinnar samvinnu við þessi félög er það ekki einfalt mál. Fyrirtæki sem taka við mjólk frá bændum hafa ákveðnum skyldum að gegna eins og að sækja mjólk til bænda, hvar sem þeir búa, á sama verði sem er félagspólitísk ákvörðun. Sömu fyrirtæki eru einnig skyldug til að framleiða svonefndar verðlagsnefndarvörur eins og nýmjólk, smjör og skyr sem dæmi.

Fyrirtæki sem kaupa hrámjólk frá Mjólkursamsölunni hafa aftur á móti ekki þessar skyldur og ekki háð ákvörðun verðlagsnefndar um verð.

Staðan er því snúin og nauðsynlegt að taka samræður við þá aðila. Í fyrsta lagi þurfum við að vita hvort þeir hafi áhuga á að ganga í SAM og í öðru lagi á hvaða forsendum. Í mínum huga voru orð ráðherra brýning á nauðsyn þess að halda betur utan um alla aðila sem koma að mjólkurvinnslu í landinu.“

Rögnvaldur segist alveg geta gengist inn á að þróun þessara mála sé ekki eins góð og hún hefði mátt vera og að það sé fullur vilji innan SAM að taka málið til endurskoðunar.

„Það að SAM sé með skrifstofu í húsnæði Mjólkursamsölunnar markaðist fyrst og fremst af hagkvæmnisástæðum á sínum tíma og hugsanleg ástæða til að skipta um húsnæði ef fleiri aðilar yrðu aðilar að SAM í framtíðinni,“ segir Rögnvaldur.

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...