Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bilun varð í tölvubúnaði í Bændahöllinni í upphafi vikunnar.
Bilun varð í tölvubúnaði í Bændahöllinni í upphafi vikunnar.
Mynd / TB
Fréttir 10. júlí 2019

Rekstrartruflanir í tölvukerfum BÍ

Höfundur: Ritstjórn

Nokkur tölukerfi Bændasamtakanna lágu niðri í byrjun vikunnar og töluverðan tíma tók að endurheimta gögn af afritunardiskum til þess að koma öllu í samt lag. Bilun varð í svokallaðri diskastæðu sem geymir gögn tölvukerfa BÍ sem vistuð eru í Bændahöllinni.

Kerfin sem urðu fyrir barðinu á biluninni voru meðal annars Fjárvís og dk-bóhaldskerfið auk innanhússkerfa eins og tölvupósts og útgáfukerfis Bændablaðsins. 

Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri BÍ segir að þetta sé alvarlegasta bilun sem komið hafi upp í tölvukerfum samtakanna um árabil.

„Kerfisstjórinn okkar og samstarfsfólk hafa unnið nær óslitið við að endurheimta gögn og koma öllu í lag. Mögulega glötuðust skammtímagögn sem unnin voru daginn sem kerfin fóru niður en útlit er fyrir að það takist að endurheimta allt. Það tekur þó alveg út vikuna að ljúka yfirferð. “

Að sögn viðgerðarmanna var strax, þegar bilunin kom upp, hafist handa við að endurheimta gögn og koma þeim fyrir að nýju á hörðum diskum. Allt hefur gengið að óskum en verkið tók langan tíma vegna mikils gagnamagns. Í tilkynningu á vef BÍ voru notendur beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem bilunin kann að valda.

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...