Mynd/MHH Helena og Knútur Rafn í Friðheimum.
Fréttir 13. desember 2017

Reiknað með 180.000 þúsund ferðamönnum í Friðheima á árinu 2018

Magnús Hlynur Hreiðarsson
Þau Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir hjá Friðheimum í Reykholti í Bláskógabyggð reikna með að fá um 180.000 ferðamenn til sín á nýju ári. Reiknað er með að gestirnir verði 160.000 á árinu sem er senn að líða.
 
„Við erum orðin fullbókuð ansi marga daga 2018, þannig að aukningin milli ára verður ekki eins mikil enda aðalmarkmið okkar ekki endilega að fjölga gestum, mikið frekar að dreifa þeim um árið og taka alltaf vel á móti öllum þannig að upplifunin skili sér alla leið. Gæði eru okkur efst í huga og við vinnum alla okkar ferla út frá þeirri hugsun,“ segir Knútur. Hjá Friðheimum vinna 40 starfsmenn yfir veturinn en 50 yfir sumartímann.