Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Rannsóknarstofan Seyla tekur til starfa
Fréttir 26. nóvember 2014

Rannsóknarstofan Seyla tekur til starfa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ný rannsóknarstofa tekur til starfa á Hvanneyri eftir áramót. Rannsóknarstofan mun meðal annars sjá um hey- og jarðvegsefnagreiningar fyrir bændur og orku- og ör­verumælingar fyrir fóðurstöðvar loðdýrafóðurs.

Fjórir íbúðargámar verða notaðir undir rannsóknarstofuna og verða þeir á Hvanneyri.

Í tilkynningu vegna nýju rannsóknarstofunnar segir að margir bændur hafi snúið sér til efnagreiningarstofu í Hollandi með heysýnin sín en þar hafa þeir fengið niðurstöður fljótt og vel. Til stendur að kaupa massagreini sem gerir rannsóknarstofunni á Hvanneyri kleift að bjóða sama afgreiðslutíma á heyefnamælingum og Hollendingarnir og jafnframt að bæta við snefilefnagreiningum. Auk verða á rannsóknarstofunni  orku- og örverumælingar fyrir fóðurstöðvar loðdýrafóðurs. Nýja rannsóknarstofan verður með tæki og sérþekkingu til að bjóða íslenskum garðyrkjubændum þjónustu, sem þeir kaupa nú frá útlöndum.

Eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sem hefur fengið nafnið Seyla ehf., er Elísabet Axelsdóttir.

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...