Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Það er greinilegt að hægt er að rækta rabarbara við kertaljós í dimmum kjallara.
Það er greinilegt að hægt er að rækta rabarbara við kertaljós í dimmum kjallara.
Mynd / einkasafn
Fréttir 27. mars 2018

Rækta vetrarrabarbara við kertaljós í myrkum kjallara

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Ingebjørg G. Wold og Per Ivar Wold i Nærbø í Rogaland-fylki í Noregi reka rabarbarastaðinn Köhler Paviljongen. Þar rækta þau nokkrar tegundir af rabarbara yfir sumartímann utandyra en auk þess stunda þau vetrarræktun á rabarbara í niðamyrkum kjallara þar sem plantan vex án nokkurrar ljóstillífunar, eingöngu við kertaljós. 
 
Ég sá sjónvarpsþátt á National Geographic-sjónvarpsstöðinni um fyrirbæri sem kallað var „þvingaður rabarbari“ sem er ræktaður yfir vetrartímann og mér fannst þetta strax áhugavert. Ég ákvað því að afla mér meiri upplýsinga og fór til Englands á Yorkshiresvæðið árið 2014 til að læra meira um ræktunina,“ segir Per Ivar en þessi ræktunaraðferð á rabarbara á uppruna sinn á Englandi í byrjun 19. aldar og í dag er hann ræktaður í stórum gróðurhúsum þar við þessar aðstæður en hann er sætari og með fallegri lit en venjulegur rabarbari. 
 
Hjónin Ingebjørg G. Wold og Per Ivar Wold i Nærbø í Rogaland-fylki í Noregi reka rabarbarastaðinn Köhler Paviljongen þar sem þau rækta nokkrar tegundir af rabarbara og meðal annars hófu þau nýlega ræktun á vetrarrabarbara.
 
 
Plöntupynting í kjallaranum
 
Hjónin voru einmitt með myrkvaðan kjallara undir sílói sem ekki var í notkun og ákváðu að slá til og prófa að framleiða vetrarrabarbara. 
 
„Við byrjuðum með 12 rabarbararætur í kjallaranum og stuttu síðar fór plantan að vaxa upp. Maður er á vissan hátt að pynta plöntuna því það sem gerist er að maður platar plöntuna sem trúir því að vorið sé komið vegna hitabreytinganna sem eiga sér stað. Við plötum rabarbarann á þann hátt að hann heldur að hann sé í skugganum og að hann verði að teygja sig upp í átt að ljósinu. Við höfum mælt að hann getur vaxið allt að fjóra sentímetra á dag. Í Englandi segja ræktendur þar að hægt sé að heyra plöntuna vaxa í stóru gróðurhúsunum,“ segir Ingebjørg en vegna þess hversu lítil framleiðslan er selja þau eingöngu enn sem komið er til veitingastaða. 
 
Vetrarrabarbarinn er ræktaður í kjallara í gömlu sílói þar sem öll orka er pínd úr honum á ræktunartímanum.
 
„Vegna þess hversu hraður vöxturinn er verður stöngulinn alveg sérstakur og er mjög vinsæll hjá matreiðslumönnum sem nota hann mest í salta rétti. Okkur finnst þetta mjög spennandi ræktun en munum aldrei gera þetta í miklu magni. Þetta er dýr og krefjandi ræktun og maður verður að hafa góðan aðgang að þróuðum rótum því þessi ræktunaraðferð er mjög krefjandi fyrir sjálfa plöntuna. Eftir eitt tímabil í kjallaranum er rótin eins og aska, það er algjörlega búið að tæma hana og á þann hátt er þetta einskonar pyndingar sem eiga sér stað.“
 
Rauðari, minni og sætari
 
Hjónin pressa og búa til safa úr um sjö þúsund lítrum af rabarbara á ári hverju og er vetrarrabarbarinn eingöngu tilraunastarfsemi enn sem komið er.
 
„Við uppskerum tvisvar á ári með rabarbaranum sem er úti en vetrarrabarbarinn er settur inn í myrkrið í janúar og við uppskerum hann í febrúar og mars. Ræturnar þurfa að vaxa í þrjú ár áður en hægt er að nýta hráefni þeirra og eftir uppskeru er nánast ekkert eftir af honum. Við notum sömu tegund af rabarbararótum bæði úti og inni og þessi tegund á sér 160 ára sögu hér á bænum. Vetrarrabarbarinn er rauðari, minni og sætari en hinn,“ útskýrir Ingebjørg og segir jafnframt:
 
„Við ætlum að halda áfram að rækta rabarbara hérna hjá okkur, bæði venjulegan og þennan sem er innandyra en við höfum ekki neinar áætlanir um að rækta eitthvað annað á þennan hátt. Við rekum einnig veislu- og ráðstefnusal hér á sveitabænum en hér var húsnæði frá 1860 sem við gerðum upp og hér leggjum við áherslu á sögu sveitabæjarins og svæðisbundin matvæli.“
 
Búðu til eigin vetrarrabarbara
 
Það þarf ekki að eiga niðamyrkan kjallara til að prófa sig áfram við að rækta vetrarrabarbara. Hægt er að hylja rótina með plastfötu eða leirkrukku eftir að frosta tekur. Síðan er plöntunni gefinn áburður og vatn reglulega og þá byrjar hún að spíra og vaxa. 

 

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...