Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ráðstefna um uppbyggingu smávirkjana
Mynd / Bbl
Fréttir 16. október 2019

Ráðstefna um uppbyggingu smávirkjana

Höfundur: Ritstjórn

Fimmtudaginn 17. október heldur Orkustofnun ráðstefnu á Grand Hótel, klukkan 8:00 – 12:00, þar sem farið verður yfir tækifæri og áskoranir í tengslum við uppbyggingu smávirkjana á Íslandi.

Á ráðstefnunni verður fjallað um öryggisstjórnkerfi virkjana, umhverfismat fyrir smærri virkjanir og áhrif smávirkjana á flutnings- og dreifikerfi raforku.

Auk þess verður fjallað um fjármögnun smávirkjana og áhuga orkufyrirtækja á kaupum á raforku frá þeim.

Fulltrúi samtaka smávirkjanaaðila í Noregi segir einnig frá reynslu Norðmanna og að lokum verður kynning á virkjanasögu Húsafells.

Mikilvægt að þátttakendur skrái sig á ráðstefnuna hér.  Sjá auglýsingu um ráðstefnuna.

Ráðstefnunni verður streymt á netinu - hlekkur birtist hér  samdægurs.

Dagskrá

08:00 Skráning og morgunverður 
08:30 Setning ráðstefnu
Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri 
08:40 Ávarp ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir 
08:50 Öryggisstjórnkerfi virkjana
Óskar Frank Guðmundsson, sérfræðingur hjá Mannvirkjastofnun 
09:10  Umhverfismat fyrir smærri virkjanir
Jakob Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Skipulagsstofnun 
09:30  Smávirkjanir og dreifikerfið
Kjartan Rolf Árnason, deildarstjóri tæknisviðs hjá RARIK
09:50  Kaffihlé 
10:10  Smávirkjanir og flutningskerfið
Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets
10:30  Fjármögnun smávirkjana
Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar 
10:50 Smávirkjanir í Noregi
Knut Olav Tveit, Daglig leder, Småkraftforeningen 
11:10  Hafa orkufyrirtækin áhuga á að kaupa orku frá smávirkjunum
Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri framleiðslu og sölu hjá HS Orku 
11:30  Virkjanasaga Húsafells
Arnar Bergþórsson, stjórnarformaður Arnarlækjar 
11:50 Samantekt og fundi slitið 
 

Fundarstjóri  Erla Björk Þorgeirsdóttir

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...