Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ráðherra vill fækka sauðfé um 20 prósent
Mynd / HKr.
Fréttir 21. ágúst 2017

Ráðherra vill fækka sauðfé um 20 prósent

Í frétt á vef Ríkisútvarpsins í dag er greint frá því að í hugmyndum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til að leysa vanda sauðfjárbænda sé gert ráð fyrir að sauðfé verði fækkað um allt að 20 prósent til lengri tíma.

Hugmyndirnar voru kynntar í atvinnuveganefnd Alþingis í hádeginu í dag og svo forsvarsmönnum sauðfjárbænda seinna í dag.

Þorgerður Katrín sagði í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins að leysa þurfi vandann með langtímaaðgerðum til að koma í veg fyrir að þetta verði endurtekið efni. Þetta verði gert meðal annars með uppkaupum ríkisins á ærgildum, til þess að fækka sauðfé og draga úr framleiðslu.

Einnig verði komið til móts við bændur sem hafi orðið fyrir mikilli kjaraskerðingu svo þeir geti haldið áfram – auk þess sem fjármunir verða settir í frekari rannsóknir og þróun.

Þorgerður Katrín sagði að hluti af því að draga úr framleiðslunni fælist í að endurskoða búvörusamninginn, þar sem hann sé framleiðsluhvetjandi. „Þá er alveg ljóst að um leið og við vinnum eftir búvörusamningnum þá munum við fara í ákveðna endurskoðun eða biðja endurskoðunarnefndina sem er að störfum að koma með tillögur til að hjálpa til að leysa við þann vanda sem við stöndum frammi fyrir,“ er haft eftir Þorgerði Katrínu.

Þorgerður Katrín segir í samtalinu við Ríkisútvarpið að áfram verði unnið að markaðsstarfi erlendis þó að dregið verði úr framleiðslunni, en vill þó ekki koma að nýju á útflutningsskyldu á lambakjöti því hún myndi aðeins koma niður á skattgreiðendum.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...