Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra.
Mynd / HKr.
Fréttir 26. mars 2015

Ráðherra kallar eftir umræðu um gagnkvæma niðurfellingu tolla á kindakjöti

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðarráðherra ræddi m.a. tollamál í ávarpi sínu á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda í dag. Sagði hann að kjötframleiðslan hér á landi sé fyllilega samkeppnishæf við það sem gerist í nágrannalöndunum. Síðan sagði ráðherra:

„Þá kemur sú spurning upp í hugann hvort Ísland eigi að semja um gagnkvæma niðurfellingu tolla á kindakjöti, til dæmis við ESB. Ég hef ekki mótað mér afstöðu í þessu máli, en við og þið þurfum  að hafa þor og kjark til að taka þessa umræðu. Ég minni á að ekki kemur til greina af Íslands hálfu að fella niður tolla einhliða. Slíkt gerist eingöngu með gagnkvæmum samningum.

Íslenskur matur hefur góða ímynd og fyrir hann fæst gott verð á erlendum mörkuðum. Ég tel að framtíðarhagsmunir íslenskra sauðfjárbænda séu best tryggðir með útflutningi. Íslenski markaðurinn, þótt hann stækki nokkuð ár frá ári, mun ekki geta tekið við öllu því sem æskilegt er að framleiða og hægt að framleiða,“ sagði Sigurður Ingi. 

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...