Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ralstonia solanacerum. Sýkingin lýsir sér þannig að leiðslukerfi plöntunnar stíflast af bakteríunum og laufblöð byrja að visna neðst á sýktum plöntum.
Ralstonia solanacerum. Sýkingin lýsir sér þannig að leiðslukerfi plöntunnar stíflast af bakteríunum og laufblöð byrja að visna neðst á sýktum plöntum.
Fréttir 25. janúar 2016

Plöntusjúkdómur sem getur valdið miklum skaða barst til landsins með rósagræðlingum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýr plöntusjúkdómur hefur greinst á Íslandi. Skaðvaldurinn er baktería sem barst til landsins með innflutningi á rósagræðlingum. Bakterían herjar á ýmsar plöntutegundir og getur valdið miklum afföllum í kartöflu- og tómatarækt og hjá fleiri tegundum. Mast telur að búið sé að hefta útbreiðsla sjúkdómsins.

Í kjölfar greiningarinnar greip Matvælastofnun til varúðarráðstafana, í samráði við ræktanda og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, til að hefta útbreiðslu smits og standa vonir til þess að tekist hafi að uppræta sjúkdóminn.

Í frétt á vef Matvælastofnunnar segir að undir lok síðasta árs hafi komið upp sjúkdómur í rósaplöntum í gróðurhúsi á Suðurlandi. Við nánari rannsókn greindist bakteríutegundin Ralstonia solanacerum (Pseudomonas solanacerum) í rósunum og er það í fyrsta sinn sem bakterían greinist á Íslandi.

Barst til landsins með græðlingum
Bakterían barst til landsins með innflutningi á rósagræðlingum frá Hollandi síðasta sumar. Í Hollandi varð fyrst vart við sjúkdóminn í september siðast liðinn. Þegar voru gerðar ráðstafanir þar og eru ekki taldar líkur á að sjúkdómurinn hafi borist hingað með fleiri sendingum.

Veldur skaða á mörgum tegundum plantna
Þessi bakteríutegund er skilgreind í reglugerð 189/1990 sem skaðvaldur sem bannað er að flytja til landsins. Kartafla er helsti hýsill bakteríunnar en hún getur einnig sýkt aðrar plöntur. Sýkingin lýsir sér þannig að leiðslukerfi plöntunnar stíflast af bakteríunum og laufblöð byrja að visna neðst á sýktum plöntum og færist sýkingin svo ofar með þeim afleiðingum að plantan veslast upp.

Matvælastofnun greip til varúðarráðstafana og lagði fram áætlun, í samráði við ræktanda og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, til að uppræta sjúkar plöntur og hindra frekari dreifingu. Plöntum hafði ekki verið dreift frá gróðrarstöðinni frá því að innflutningur átti sér stað, aðrar en sótthreinsaðar rósir til verslana.

Vonandi tekist að uppræta sjúkdóminn
Bakterían hefur ekki greinst í sýnum sem hafa verið tekin eftir að sýktum plöntum var eytt. Stofnunin telur líklegt að tekist hafi að uppræta sjúkdóminn að fullu þótt ekki sé hægt að fullyrða um það á þessu stigi málsins.

Fylgst verður áfram með framvindu mála en greining þessa sjúkdóms ítrekar mikilvægi árvekni til að standa vörð um plöntuheilbrigði í landinu.

Matvælastofnun bendir á að tilkynna skal tafarlaust til stofnunarinnar um minnsta grun um sýkingu í gróðurhúsum.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...