Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Plastagnir berast í ræktunarjarðveg með endurunnu vatni sem notað er til vökvunar.
Plastagnir berast í ræktunarjarðveg með endurunnu vatni sem notað er til vökvunar.
Fréttir 18. júní 2018

Plastagnir í jarðvegi hátt til fjalla í Sviss

Höfundur: Vilmundur Hansen

Komið hefur í ljós að míkró­plastagnir er að finna í jarðvegi frá láglendi hátt til fjalla í Sviss. Talið er að ástandið kunni að vera verra í öðrum löndum Evrópu og varað er við áhrifum þess á fæðuöryggi manna og dýra.

Í fyrstu stóru rannsókninni á míkróplastögnum í jarðvegi sýnir að mikið magn af þeim er að finna í jarðvegi í Sviss og finnast agnirnar á afskekktum stöðum hátt til fjalla. Í 29 sýnum sem tekin voru í landinu fundust plastagnir í 90% sýnanna.

Plastagnir, eða míkróplastagnir, eru skilgreindar sem plastefni sem eru minni en fimm millimetrar að stærð.

Plastagnir í jarðvegi drepa ánamaðka og önnur jarðvegsdýr.

Plast berst með vindi

Endurvinnsla á plasti í Sviss er nánast 100% og sú mesta í heimi. Magnið af plastögnum sem fannst í svissneska jarðveginum kom því á óvart og talið að það hafi borist í jarðveginn með vindi frá öðrum löndum.

Magn plastagna í jarðvegi þar sem endurvinnsla plasts er minni gæti því verið enn meira. Plastagnir og mengun af þeirra völdum hefur verið talsvert í umræðunni og aðallega plastmengun í hafi. Plastmengun er ekki einungis bundin við höfin því plastagnir finnast einnig í drykkjarvatni, bjór, hunangi, salti og fleiri matvörum víða um heim.

Plast í ræktunarlandi

Rannsóknir sýna að gríðarlegt magn af plastögnum er að finna í jarðvegi, bæði í náttúrunni, ræktunarjarðvegi og meira að segja garðaúrgangi.

Talið er að milli 20 og 30% af efni sem nýtt er í landfyllingar í heiminum í dag sé plast.

Sýnt hefur verið fram á að plastagnir berast meðal annars í ræktunarjarðveg með endurunnu vatni frá mannabústöðum sem notað er til vökvunar. Plastagnirnar eru svo smáar að þær hreinsast ekki burt við síun vatnsins áður en það er notað á akra, hvort sem um er að ræða ræktun með eða án tilbúinna efna, og berist þannig hæglega í fæðukeðju manna og dýra. Áhrif plastmengunar í jarðvegi eru margs konar og meðal annars hefur komið í ljós að smáar plastagnir geta hæglega drepið ánamaðka og önnur jarðvegsdýr sem éta þær.

Skylt efni: plast | mengun | Jarðvegur

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...