Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Pandabirnan Basi er látin
Fréttir 2. október 2017

Pandabirnan Basi er látin

Höfundur: Vilmundur Hansen

Elsta pandabirna í dýragarði er dáin. Basi, eins og birnan var kölluð, var á 38. ári og fékk hægt andlát.

Basi eyddi stórum hluta ævinnar í dýragarði í Fuzhou í Suðaustur-Kína og var hún sú pandabirna í heiminum sem náð hefur hæsta aldri sem vitað er um.

Pandabirnir eru alfriðaðir og undir ströngu eftirliti hvort sem það er í dýragörðum eða úti í náttúrunni og hefur eftirlitið orðið til þess að þeir eru ekki lengur taldir í útrýmingarhættu.

Basi var nefnd í höfuðið á dalnum sem hún bjó í ásamt fjölskyldu sinni til fimm ára aldurs en eftir það dvaldi hún í dýragarðinum í Fuzhou. Hún var fyrirmyndin að verndardýri Asíuleikanna 1990.

Starfsfólk dýragarðsins segist vera slegið yfir láti Basi. „Hún var okkur öllum kær, engill í umgengni og mikil vinkona. Basi mun búa áfram í hjarta okkar.“

Skylt efni: Pand | Basi

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...