Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fjaðraður flugdólgur.
Fjaðraður flugdólgur.
Fréttir 14. febrúar 2018

Páfuglinn Dexter fékk ekki að fara um borð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Konu nokkurri var meinað um að hafa gælupáfuglinn sinn með um borð í flugvél United Airlines fyrir skömmu. Í innanlandsflugi í Bandaríkjunum hafa flug­hræddir haft leyfi til að hafa með sér stuðnings­gælu­dýr til andlegs stuðnings.

United flug­félagið taldi að eigandi fullvax­ins páfugls hefði farið yfir strikið þegar konan sem á fuglinn mætti með hann til innritunar í flug og bannaði henni að hafa fuglinn með sér um borð.

Aðdragandi málsins er að farþegar sem þurfa blindrahunda mega hafa með sér hundana í innanlandsflugi í Bandaríkjunum sér til stuðnings. Einnig hefur fólk sem þjáist af flughræðslu fengið að hafa með sér stuðningsgæludýr í innanlandsflugi.

76.000 stuðningsdýr á ári

Gríðarleg aukning hefur orðið í að fólk vilji hafa með sér stuðningsdýr í flug og á síðast ári voru 76 þúsund dæmi skráð um slíkt en 46 þúsund árið 2016. Stuðningsdýrin sem flugfarþegar hafa haft með sér í flug til þessa eru margs konar, hundar, kettir, skjaldbökur, grísir og endur.

Að sögn talsmanns United var konunni þrisvar sinnum greint frá því áður en hún kom að innritunarborðinu að hún fengi ekki að fara með fuglinn um borð þrátt fyrir að hún hafi keypt fyrir hann flugsæti.

Konan beitti fyrir sig þeim rökum að hún treysti sér ekki til að fljúga án þess að hafa páfuglinn Dexter sér við hlið. Að lokum var rökum konunnar hafnað á þeim forsendum að páfuglinn væri of stór og ómeðfærilegur til að vera í farþegarýminu.

Nauðsynlegt að endurskoða reglurnar

Talsmaður United segir nauðsynlegt að endurskoða reglurnar um stuðningsdýr í flugvélum. Til dæmis að tryggja að þau séu heilbrigð og sérþjálfuð til stuðnings.

Eigandi páfuglsins neitaði að fara í flugið án Dexters og segir sagan að konan hafi fengið sér bílaleigubíl og keyrt þvert yfir Bandaríkin til að komast í sumarfrí.

Skylt efni: flug | Fuglar

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...