Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fjöldi bænda í miðríkjum Bandaríkjanna segja að stefna eða öllu heldur stefnuleysi í landbúnaðarmálum sé að draga úr þeim allan þrótt enda hafi kosningaloforð Trump reynst orðin tóm.
Fjöldi bænda í miðríkjum Bandaríkjanna segja að stefna eða öllu heldur stefnuleysi í landbúnaðarmálum sé að draga úr þeim allan þrótt enda hafi kosningaloforð Trump reynst orðin tóm.
Fréttir 3. júní 2019

Óveður og uppkaup jarða

Höfundur: Vilmundur Hansen

Um 450 þúsund hektarar af kornökrum og 34 þúsund af beitilandi í miðríkjum Banda­ríkjanna skemmdust vegna vatns sem huldi landið í kjölfar fellibyls sem gekk yfir ríkin í mars síðastliðnum. Stór mat­vælafyrirtæki kaupa upp jarðir í stórum stíl í von um nýjan markað í kjölfar Brexit.

Skemmdir í kjölfar flóðanna eru gríðarlegar, bæði á korni og vegna dauðs búfjár og mun hafa veruleg áhrif á afkomu margra bænda sem nú þegar eru skuldum hlaðnir.

Veðrið að breytast

Fulltrúi bænda á svæðinu segist aldrei hafa upplifað annað eins og að það eigi eftir að taka mörg ár að lagfæra verstu skemmdirnar. Hann segir að fellibylurinn hafi komið í kjölfar metkulda í janúar og óvæntrar snjókomu í febrúar.

Veðurfræðingar segja að loftslagsbreytingar séu farnar og munu í framtíðinni hafa veruleg áhrif til breytinga á landbúnaði í Bandaríkjunum. Spár gera ráð fyrir meiri öfgum í veðri í miðríkjunum og að víða muni verða erfitt að stunda landbúnað af þeim sökum.

Uppkaup risafyrirtækja í jörðum

Á sama tíma og bændur víða í miðríkjum Bandaríkjanna eiga erfiðara með að ná endum saman sjá stór matvælafyrirtæki sér hag í að kaupa upp jarðir og leigja þær leiguliðum. Uppkaup fyrirtækjanna stafa meðal annars af því að þau sjá fyrir sér nýjan markað í Bretlandi eftir að Brexit gengur að fullu í gildi.
Í samningum leiguliðanna kemur fram að þeim beri að framleiða það sem fyrirtækin segja þeim og oftar en ekki á fyrirfram ákveðnu verði og hefur slíkt þegar leitt til fjölgunar verksmiðjubúa til að halda kostnaði niðri. Leiguliðarnir bera aftur á móti sjálfir ábyrgð á uppskerunni og kostnaðinum ef hún bregst.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...