Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Flæði fjármagns úr skattaskjólum til soja- og nautakjötsframleiðslu í Brasilíu 2000 til 2011.  Mynd / Nature Ecology and Evolution
Flæði fjármagns úr skattaskjólum til soja- og nautakjötsframleiðslu í Brasilíu 2000 til 2011. Mynd / Nature Ecology and Evolution
Fréttir 28. ágúst 2018

Ólöglegt skógarhögg og fiskveiðar fjármögnuð í gegnum skattaskjól

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skógarhögg til framleiðslu á soja- og nautakjöti er að stórum hluta fjármagnað í gegnum fyrirtæki í skattaskjólum. Sömu sögu er að segja um 70% fiskiskipa sem stunda ólöglegar veiðar.

Samkvæmt skýrslu sem nýlega var birt í tímaritinu Nature Ecology and Evolution fara tugir ef ekki hundruð milljarðar bandaríkjadala í gegnum skattaskjól í starfsemi sem veldur verulegum umhverfisspjöllum. Samkvæmt skýrslunni eru mýmörg dæmi um spjöll sem fjármögnuð eru í gegnum skattaskjól og má þar nefna ólöglegt skógarhögg og ólöglegar fiskveiðar sem stundaðar eru undir hentifána.

Fjárfestingar gegnum skattaskjól

Fjöldi þekktra alþjóðlegra fyrirtækja í matvælaiðnaði notfæra sér skattaskjól. Í skýrslunni kemur fram að ekki sé ólöglegt að flytja fjármagn í gegnum lönd sem bjóða upp á svokölluð skattaskjól og eru stundum kölluð skattaparadís. Leyndin sem fylgir slíkum fjármálaflutningum gerir aftur á móti erfitt að fylgjast með fjárflutningunum og í hvers konar starfsemi þeim er ráðstafað.

Í skýrslunni kemur fram að á árunum 2000 til 2011 hafi tveir þriðju af erlendum fjárfestingum til soja- og nautakjötsframleiðslu í Brasilíu borist til landsins frá skattaskjólum.

Eins og flestum er kunnugt hefur framleiðsla á soja- og nautakjöti í Suður-Ameríku verið tengt gríðarlegri og oft ólöglegri skógareyðingu í álfunni.

Aukið gegnsæi nauðsynlegt

Samkvæmt upplýsingum sem skýrsluhöfundar fengu frá seðlabanka Brasilíu var fjárfest í fyrirtækjum í soja- og nautakjötsframleiðslu í landinu á árunum 2000 til 2011 fyrir um 27 milljarða bandaríkjadala utanlands frá. Þar af komu 18,4 milljarðar frá fjárfestum í skattaskjólum og mest frá Cayman-eyjum.

Aðeins brot af skattaskjólspeningum

Skýrsluhöfundar segja að ofangreindar upphæðir séu einungis brot af þeim fjármunum sem streyma í gegnum skattaskjól oft til ólöglegrar starfsemi sem í mörgum tilfellum sé umhverfis- og þjóðfélagslega spillandi. Þeir segja nauðsynlegt að auka gegnsæi fjármálagerninga í gegnum skattaskjól svo að hægt verði að draga þá til ábyrgðar sem fjármagni ólöglegt skógarhögg og ólöglegar fiskveiðar í gegnum ríki sem bjóða upp á slíka þjónustu.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...