Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Frá Rangárbökkum þar sem Landsmót hestamanna 2020 mun fara fram.
Frá Rangárbökkum þar sem Landsmót hestamanna 2020 mun fara fram.
Fréttir 10. janúar 2020

Öll bestu hross landsins á sama stað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landsmót hestamanna 2020 verður haldið á Hellu dagana 6. til 11. júlí næstkomandi. Framkvæmdastjóri mótsins segist búast við að um 8.000 til 10.000 gestir komi á mótið.

Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, framkvæmdastjóri Landsmótsins, segist ekki eiga von á öðru en að þetta verði hörkumót og að nú þegar sé búið að selja um 2.000 miða í forsölu en að hann eigi von á 8.000 til 10.000 gestum á Landsmót hestamanna á Hellu í sumar.

Eiríkur Vilhelm Sigurðarson. 

Keppni og skemmtun

„Dagskrá mótsins er með hefðbundnu sniði. Mótið stendur í sex daga, 6. til 11. júlí, og endar á laugardagskvöldi með stórkostlegum úrslitum og í framhaldinu kvöldvöku og dansleik. Það er lagt upp með mikla skemmtun allan tímann, hestakosturinn eins og best verður á kosið og einnig verður stórt markaðstjald, barnaleiksvæði og skemmtidagskrá.“

Eiríkur segir að forkeppnir fyrir Landsmótið fari fram í byrjun næsta sumars hjá aðildarfélögum Landssambands hestamanna á öllu landinu og í gæðingakeppni sé því háttað þannig að efstu hrossin frá hverju félagi í hverjum flokki eiga möguleika á að keppa á Landsmótinu.

„Meðal flokka sem keppt er í á Landsmótinu eru barna-, unglinga-, ungmenna- og A- og B-flokkur. Einnig er keppt í tölti og skeiði og svo sýning kynbótahrossa. Fyrir tölt og skeið er bestu hrossum landsins boðið eftir stöðulista og sama á við varðandi kynbótasýningarnar. Það verða því öll bestu hross landsins á Landsmóti á Hellu.“

Gistiframboð gott

„Þrátt fyrir að Hella sé stórborg á Suðurlandi tekur bæjarfélagið miklum stakkaskiptum þann tíma sem landsmótið stendur yfir og íbúafjöldinn að minnsta kosti áttfaldast. Hella er vel staðsett fyrir svona mót. Gestir bæði koma og fara, aðrir nýta sér tjaldsvæðið á mótssvæðinu og auk þess er gríðarlegt gistiframboð á svæðinu sem hefur verið að aukast jafnt og þétt síðustu ár,“ segir Eiríkur Vilhelm.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...