Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sífrerinn gefur eftir í takt við hlýnandi loftslag.
Sífrerinn gefur eftir í takt við hlýnandi loftslag.
Fréttir 18. júlí 2017

Ógnin eykst sem stafar af þiðnandi sífrera

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Norðurheimskautið hlýnar hratt sem veldur því að sífreri þiðnar. Sífreri (e. permafrost) er skilgreindur sem varanlega frosinn jarðvegur. Sífrera er að finna í jarðvegi út frá pólunum tveim og í fjallagörðum. Á norðurheimskautinu þekur sífreri um 23 milljón ferkílómetra eða um fjórðungur af norðurhveli jarðar en búist er við að syðri mörk hans færist mörg hundruð kílómetra til norðurs á þessari öld.
 
Þegar sífrerajörð þiðnar losnar kolefni úr jarðveginum út í andrúmsloftið. Nú er talið að allt að 67 milljarðar tonna af köfnunarefni sem hefur verið bundið í sífrera í þúsundir ára geti losnað sökum hlýnandi loftslags. Veldur það vísindamönnum verulegum áhyggjum enda gæti það haft í för með sér keðjuverkandi stigvaxandi áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda sem leiðir aftur til enn frekari hlýnunar jarðar.
 
Norðurheimskautið geymir gífurlegt magn kolefnis sem gæti losnað út í andrúmsloftið vegna hlýnandi loftlags. Kortið sýnir umfang sífrera á norðurhveli jarðar og lífrænt kolefnisinnihald jarðvegsins í allt að 1 metra dýpi samkvæmt áætlun Northern Circumpolar Soil Carbon Database.
 
Samkvæmt nýútkominni grein í tímaritinu PNAS bætist áhrif frá losun hláturgass (N20) úr sífrerajarðvegi ofan á aðra ógn vegna þiðnunarinnar. Þar sem sífrerajarðvegur geymir gríðarlegt magn kolefnis sem áður hefur ekki verið aðgengilegt, getur niðurbrot lífrænna efna í þessum jarðvegi leitt til losunar mikils magns af hláturgasi. Hláturgas mun hafa um 300 sinnum skaðlegri áhrif á hlýnun jarðar en koltvísýringur (CO2) og því eru viðbrögð við þiðnandi sífrera afar aðkallandi. 
 
Áhrif sífrera er byrjað að gæta víða á Norðurslóðum, ekki aðeins vistfræðilega með breyttum umhverfisskilyrðum sökum hlýnunar. Mannvirki og vegir á norðurhveli hafa orðið fyrir skemmdum og jafnvel hrunið vegna þiðnunar jarðvegsins. Þá hefur þiðnunin leyst miltisbrand úr læðingi sem hefur orðið mönnum að aldurtila. 
Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.