Fréttir / Fréttir

Can-am Traxter „Bóndabíll“

Á Landbúnaðarsýningunni í Laugardal var mikið af tækjum sem gaman hefði verið að prófa. Við innganginn á sýningunni stóð Can-am Traxter, opinn pallbíll sem ég kýs að kalla „Bóndabíl“ og er aðeins breiðari en fjór- og sexhjól sem umboðsaðilinn Ellingsen var að sýna.

Kindur sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn

Hugmyndasamkeppnin Lambaþon stóð yfir dagana 9.–10. nóvember. Keppt var um bestu hugmyndina til að auka verðmætasköpun í verðmætasköpun í virðiskeðju sauðfjár. Vinningshugmyndin ber heitið Kynnum kindina...

Matvælastofnun opnar fyrir skil á haustskýrslum - umráðamenn hrossa hvattir til að skila

Matvælastofnun vekur athygli á að opnað hefur verið fyrir skráningar á haustskýrslur í Bústofni (www.bustofn.is) og bendir á að nú hafi verið ráðist í umbætur á skráningarferlinu til að auðvelda umráðamönnum hrossa í þéttbýli skráninguna.

Hlanddrifin farsímabatterí

Bill Gates-stofnunin hefur sett fjármagn í fram­halds­rannsóknir á rafhlöðu sem gengur fyrir hlandi.

Natur, Laugarbakki og Svanhildur hlutu viðurkenningar

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi fór nýverið fram í Húnaþingi vestra.

Landbúnaður er órjúfanlegur hluti byggðastefnu

Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, flutti stuttan fyrirlestur á fundinum Hvernig aukum við verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði? Þar fjallaði hann um stöðu landbúnaðar í þjóðhagslegu samhengi og þá ekki síst sauðfjárræktina. Þar kom fram að landbúnaður væri órjúfanlegur hluti byggðastefnu.

Um 18.000 manns í strjálbýli treysta með einum eða öðrum hætti á landbúnað

Sigurður Eyþórsson, framkvæmda­stjóri Bænda­samtaka Íslands, sagði á fundi um aukna verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði að samkvæmt tölum Hagstofu Íslands væri landbúnaðurinn að skila yfir 50 milljörðum í framleiðsluverðmætum inn í íslenska hagkerfið.