Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Nýta „vanskapaðar“ matjurtir
Fréttir 29. október 2015

Nýta „vanskapaðar“ matjurtir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samtök á Spáni sem kallast Espigoladors og hafa að markmiði að aðstoða þá sem minna mega sín í samfélaginu hafa fengið til liðs við sig sjálfboðaliða sem safna ávöxtum og grænmeti sem ekki er talið hafa rétta lögun til að fara á markað.

Á hverju ári leggst til gríðarlegt magn af plöntuafurðum í landbúnaði sem ekki er sett á markað vegna þess að lögun þeirra er ekki talin markaðsvæn. Neytendur hafa verið vandir á að agúrkur, gulrætur, kartöflur og epli, svo dæmi séu tekin, eigi að hafa ákveðna staðlaða lögun og mikil vinna hefur verið lögð í kynbætur til að svo sé. Hér er því um eins konar útlitsdýrkun á matjurtum að ræða.

Á Spáni er talið að um 7,7 milljón tonn af matjurtum sé hent á ári vegna þess að þær standast ekki kröfur um útlit þrátt fyrir að vera fullkomlega í lagi að öðru leyti.

Umrædd samtök á Spáni telja rétt að nýta matjurtirnar þrátt fyrir útlitsgallann og hafa fengið leyfi margra framleiðenda til að fara inn á akra þeirra og safna grænmeti og fá gefins það sem fellur frá í gróðurhúsaframleiðslu. Matjurtunum er síðan dreift til fólks sem á erfitt með að ná endum saman. 

Skylt efni: Matjurtir | matarsóun

Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...