Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sendiherra Rússlands á Íslandi, Anton Vasiliev og Ólafur Ágúst Andrésson heiðurskonsúl,
Sendiherra Rússlands á Íslandi, Anton Vasiliev og Ólafur Ágúst Andrésson heiðurskonsúl,
Fréttir 29. desember 2014

Nýr heiðurskonsúll Rússlands skipaður á Sauðárkróki

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sendiherra Rússlands á Íslandi, Anton Vasiliev, hefur skipað Ólaf Ágúst Andrésson heiðurskonsúl, eða ræðismann, Rússlands á Sauðárkróki en embættið nær um norðanvert landið frá Ísafirði til Egilsstaða.

Við athöfnina sagði sendiherrann að í ár væru 100 ár liðin frá því að fyrsti ræðismaður Rússlands hefði verið skipaður í embætti og af því mætti sjá að samskipti og vinátta landanna væru bæði byggð á gömlum merg og væru trygg.

Á meðal verkefna ræðismanna er að gæta hagsmuna sendiríkis og ríkisborgara, jafnt einstaklinga sem lögaðila í viðtökuríkinu, innan þeirra takmarka sem þjóðaréttur setur, stuðla að aukningu viðskiptalegra, efnahagslegra, menningarlegra og vísindalegra samskipta sendiríkisins og viðtökuríkisins og efla með öðrum hætti vinsamleg samskipti, gefa út vegabréf og ferðaskilríki til handa ríkisborgurum sendiríkisins og staðfestingaráritanir.

Að lokinni ræðu sendiherrans þakkaði Ágúst fyrir þann heiður sem honum hafi verið veittur með skipuninni og að hann mundi gera sitt ýtrasta til að sinna skyldum sínum af kostgæfni.

Skylt efni: Rússland

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...