Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.
Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.
Fréttir 15. desember 2016

Nýjar reglugerðir um næstu áramót

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ný reglugerð um almennan stuðning við landbúnað fjallar meðal annars um kynbótaverkefni, jarðræktarstyrki og landgreiðslur, nýliðunarstuðning, lífræna framleiðslu, geitfjárrækt, fjárfestingastuðning í svínarækt og þróunarfjármuni búgreina.

Reglugerðin tekur gildi um næstu áramót ásamt nýjum reglugerðum um stuðning við garðyrkju, sauðfjár- og nautgriparækt. 

Reglugerðirnar eru allar settar til nánari útfærslu á búvörusamningunum. 

Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að reglugerðin um almennan stuðning við landbúnað fjalli um þau nýju verkefni sem verið sé að innleiða með nýjum rammasamningi um landbúnað, sem áður kallaðist búnaðarlagasamningur.

„Meðal þessara nýju verkefna eru geitfjárrækt, fjárfestingarstuðningur við svínarækt og tilfærsla á þróunarverkefnum inn í þennan samning sem áður voru í búgreinasamningu og aukin jarðræktarstuðningur svo eitthvað sé nefnt. Reglugerðin hefur verið til umsagnar en umsagnarfresturinn rann út í gær. Ég hef ekki enn séð hvaða athugasemdir hafa komið fram en reikna með að þær verði einhverjar og í kjölfarið einhverjar breytingar á reglugerðinni.

Reglugerðin mun svo væntanlega taka gildi fyrir árslok þar sem nýju búvörusamningarnir taka gildi 1. janúar næstkomandi.“

Nýjar reglugerðir og búgreinarnar

„Auk almennu reglugerðarinnar eru einnig að taka gildi nýjar reglugerðir um búgreinarnar, garðyrkju, sauðfjár- og nautgriparækt eru hins vegar lengra komnar og ráð fyrir að þær komi til lokaumfjöllunar í framkvæmdanefnd búvörusamninga í dag og því líklegt að þær taki gildi fyrir jól.

Í reglugerðunum um búgreinarnar er stærsta breytingin sem bændur þurfa að hafa í huga að hér eftir er skylt að taka þátt í skýrsluhaldi í sauðfjár- og nautgriparækt og garðyrkju.“

Sigurður segir misjafnt milli búgreina á hvaða árstíma bændur færa inn skýrslur. „Skýrsluhaldið mun fyrst hafa áhrif í nautgriparæktinni því þar eru menn að færa skýrsluhald jafnt og þétt allt árið. Menn þurfa því að huga mjög vel að þeim málum því sé skýrsluhaldið ekki í lagi getur það haft áhrif á stuðningsgreiðslur.
Þeir sem ekki hafa tekið þátt í skýrsluhaldinu hingað til og ætla að fá greiðslur samkvæmt nýju búvörusamningunum verða að sækja um aðild að skýrsluhaldinu fyrir áramót. Þrátt fyrir að bændur séu ekki komnir að fullu af stað með skýrsluhaldið verða þeir að skila inn tilkynningu um að þeir ætli að vera með til Matvælastofnunar ekki seinna en 27. desember. Það er gert í gegnum vef stofnunarinnar.“

Sigurður leggur áherslu á að þetta sé afar mikilvægt fyrir bændur sem eru nú þegar ekki í skýrsluhaldi en ætla sér að vera það og hann hvetur þá til að huga strax að þessu.

„Það er líka skilyrði fyrir greiðslum að skila forðagæsluskýrslu til Matvælastofnunar. Sá frestur er reyndar útrunninn fyrir þetta ár en hafi bændur ekki skilað þeirri ­skýrslu nú þegar geta þeir bjargað sér með því að fá til sín dýraeftirlitsmann til að telja bústofninn og skila inn skýrslu fyrir þá.

Viðskipti með greiðslumark í mjólkurframleiðslu munu breytast um áramótin á þann hátt að nú geta menn ekki selt það sín á milli. Eftir áramót verða kúabændur að óska eftir innlausn ríkisins á kvótanum á ákveðnu verði óski þeir eftir að selja hann. Þeir sem vilja auka við mjólkurkvótann sækja um að kaupa hann af ríkinu sem selur hann á sama verði og það leysti hann til sín á.

Þeir sem hafa forgang af kaupunum eru annars vegar nýliðar og þeir sem framleiddu mikið umfram greiðslumark á síðustu árum þegar var kallað eftir aukinni framleiðslu og þannig reynt að koma á móts við þá.“

Stuðningsgreiðslur

Almenna reglugerðin gildir um stuðningsgreiðslur sem falla undir rammasamning um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins. Samkvæmt henni og hinum reglugerðunum fá einungis greiðslur framleiðendur sem uppfylla skilyrði um að vera skráðir eigendur eða leigjendur lögbýlis eða garðyrkjubýlis og stunda landbúnað á lögbýli eða garðyrkjubýli með virkt virðisaukaskattsnúmer.

Bændafundir um allt land

Bændasamtök Íslands munu standa fyrir bændafundum um allt land í janúar eins og auglýst er hér í blaðinu á blaðsíðu 65. Þar verður farið yfir þessi mál og einnig breytingar á félagskerfinu sem standa fyrir dyrum og nánar er fjallað um annars staðar í blaðinu. Bændur eru hvattir til að mæta á fundina og koma á framfæri spurningum í tengslum við reglugerðarbreytingarnar.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...