Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Norskir bændur kaupa 30 þúsund heyrúllur frá Íslandi
Mynd / Felleskjøpet Agri
Fréttir 7. ágúst 2018

Norskir bændur kaupa 30 þúsund heyrúllur frá Íslandi

Höfundur: EHG & TB

Samvinnufélög bænda í Noregi, Felleskjøpet, TINE og Nortura hafa komist að samkomulagi um innflutning á heyi frá Íslandi til að selja í Noregi. Það lítur vel út með seinni slátt hérlendis og margir bændur eru vel settir með hey.

Samvinnufélögin sendu frá sér fréttatilkynningu í morgun þar sem segir að vegna mikillar þurrkatíðar í Noregi og uppskerubrests hafi þau ákveðið að fara í sameiginlegar aðgerðir til hjálpar norskum bændum. Hluti af aðgerðunum er samningur við bændur á Íslandi um að flytja til Noregs um 30 þúsund heyrúllur.

„Á Íslandi er landbúnaður að mestu leyti laus við sjúkdóma og það hafði mikil áhrif á að við ákváðum að semja við íslenska aðila. Við viljum reyna að sneiða hjá því eins og hægt er að flytja inn frá löndum þar sem hætta er á að inn í landið geti borist plöntu- og dýrasjúkdómar með fóðrinu. Við brýnum enn fyrir bændum í Noregi að bjarga öllum hálmi, að endurúthluta gróffóðri og að auka gjöf á kjarnfóðri sem aðalúrræði en samningurinn við Ísland er gott framlag til viðbótar fyrir þá sem eru verst settir,“ segir Trond Fidje, framkvæmdastjóri fyrir landbúnaðardeildina hjá Felleskjøpet.

Verndar norskt dýraheilbrigði

Veðurfarið hefur víða áhrif á norska bændur og fyrir suma þeirra snýst nú tilveran um að eiga nægt fóður og að koma í veg fyrir að þurfa að senda gripi til slátrunar. Innflutningur á heyi er flókið bæði þegar kemur að gæðakröfum og flutningi. Matvælaeftirlitið í Noregi tilkynnti nýlega að innflutningur á gróffóðri frá Íslandi sé á svipaðri línu og að flytja inn frá Svíþjóð og Finnlandi með mjög lágri áhættu.

„Við vinnum á mörgum sviðum við að leysa áskoranir sem tengjast yfirvofandi fóðurskorti. Það sýnir hversu vel samvinnufélagsandinn getur virkað þegar matvælaframleiðendur standa saman í því að flytja inn hey sem hefur góð gæði og með minnstu hættuna á smitleiðum. Þetta mun vernda norskt dýraheilbrigði þar sem aðeins Ísland er með minni notkun á sýklalyfjum í landbúnaði í heiminum, segir framkvæmdastjóri meðlimadeildar hjá TINE, Johnny Ødegård.

Um 140 áhugasamir seljendur á Íslandi

Við þetta er að bæta að á síðustu vikum hefur starfsfólk Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins tekið saman lista af áhugasömum bændum sem vilja selja hey. Listinn, sem hefur að geyma um 140 nöfn, er birtur á vef RML, með samþykki þeirra sem á honum eru, í þeirri von að hann verði að gagni við að leiða saman kaupendur og seljendur.

Á vef Matvælastofnunar, www.mast.is, eru nánari upplýsingar um heyviðskipti og þær reglur sem þarf að uppfylla svo hægt sé að flytja hey úr landi.

Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...