Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Norrænn landbúnaður: Skortur á starfsfólki og skógariðnaðurinn orðið fyrir höggi
Mynd / ehg
Fréttir 3. apríl 2020

Norrænn landbúnaður: Skortur á starfsfólki og skógariðnaðurinn orðið fyrir höggi

Höfundur: Erla Gunnarsdóttir

Staðan í norrænum landbúnaði er misjöfn en áhrifa COVID-19- faraldursins gætir alls staðar. Flestar norrænu þjóðirnar hafa áhyggjur af því að útvega fólk til starfa nú þegar erlent vinnuafl er ekki á faraldsfæti. Garðyrkju- og ávaxtabændur eru sérlega uggandi vegna stöðunnar því þeir reiða sig á erlent verkafólk til að vinna á búum sínum, sérstaklega á sáningar- og uppskerutímanum. Í Finnlandi og Svíþjóð hafa menn áhyggjur af skógariðnaðnum sem hefur orðið fyrir þungu höggi vegna veirunnar og nú þegar hefur nokkrum smærri sögunarmyllum verið lokað í löndunum vegna minn eftirspurnar.

Myndarlegar mótvægisaðgerðir í Noregi

Í Noregi hafa norsku bændasamtökin, Norges bondelag, komist að samkomulagi við stjórnvöld um útgáfu á svokölluðum „fríkortum“ fyrir þá sem vilja starfa í landbúnaði. Með þeim fá þeir sem eru atvinnulausir að halda eftir 50% af dagpeningum sem atvinnulausum býðst til viðbótar við laun í landbúnaðarstörfum. Þar að auki hafa stjórnvöld kynnt mótvægisaðgerðir eða krísupakka upp á 50 milljarða norskra króna sem snýr að litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Fréttir um þetta úrræði voru mikill léttir fyrir bændur í landinu og sérstaklega ferðaþjónustubændur sem eru illa staddir vegna tekjuhruns.

Þjóðhagslegt mikilvægi landbúnaðar

Danskur landbúnaður reiðir sig meðal annars á starfsfólk frá Norður-Þýskalandi, Suður-Svíþjóð og Póllandi. Fólk frá þessum löndum hefur fengið undanþágur til að ferðast til Danmerkur til að starfa í landbúnaði. Er það m.a. vegna þess að í Danmörku er landbúnaður skilgreindur sem þjóðhagslega mikilvæg atvinnugrein. Margt af því starfsfólki frá Norður-Þýskalandi og Suður-Svíþjóð sem starfar í landbúnaði í Danmörku ferðast á milli daglega til og frá vinnu.

Minnkandi eftirspurn eftir timbri

Í Svíþjóð og Finnlandi hafa bændur og stjórnvöld töluverðar áhyggjur af skógariðnaðinum sem hefur hrunið vegna kórónu-faraldursins. Minnkandi eftirspurn eftir afurðum skógarbænda hefur valdið því að nokkrum smærri sögunarmyllum hefur verið lokað í löndunum. Í Finnlandi hefur ríkið gengið fram og boðið lán til bænda sem eiga í rekstrarerfiðleikum upp að hámarki 62.500 evrur sem eru tæpar 10 milljónir íslenskra króna.

Hækkandi fóðurverð hræðir kjúklinga- og eggjabændur

Sænsku bændasamtökin, LRF, eru í viðræðum við ríkið um að fá sambærilegar reglur og Norðmenn varðandi það að atvinnulausir geti haldið helmingi dagpeninga sinna ef þeir taka að sér landbúnaðarstörf. Það er þó ekki enn gengið í gegn. Sammerkt er með frændum okkar á Norðurlöndunum að þeir hafa áhyggjur af hækkandi fóðurverði. Kjúklinga- og eggjabændur eru sérstaklega uggandi yfir stöðunni þar sem þeir eru fljótir að finna fyrir hækkandi heimsmarkaðsverði á kjarnfóðri. Staða á verslun og útflutningi virðist vera á nokkuð góðu róli og birgðir eru nægar í löndunum.

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...