Fréttir 13. mars 2018

Norðmenn heimila auknar hrefnuveiðar

Vilmundur Hansen

Sjávarútvegsráðherra Noregs hefur tilkynnt 28% aukningu á hvalveiðikvóta Norðmanna. Einungis er verið að auka veiðar á hrefnu.

Samkvæmt þessu geta norskir hvalfangarar veitt 1.278 hrefnur á vertíðinni. Á síðasta ári mátti veiða 999 hrefnur en einungis 438 voru veiddar. Hrefnustofninn við Noreg er talin ríflega eitt hundrað þúsund dýr.

Í yfirlýsingu frá norska sjávarútvegsráðuneytinu vegna kvótaaukningarinnar segir að hvalveiðar við Noreg séu á hröðu undanhaldi og að fjöldi hvalveiðimanna hafi misst lífsviðurværi sitt. Vonast er til að kvótaaukningin verði innspýting í greinina og efli hag hennar. 

Skylt efni: hrefna | hvalveiðar