Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Norðlenska lækkar dilkaverð um 10% og 38% fyrir fullorðið fé
Fréttir 26. ágúst 2016

Norðlenska lækkar dilkaverð um 10% og 38% fyrir fullorðið fé

Höfundur: Vilmundur Hansen

Norðlenska hefur ákveðið að lækka verðskrá sauðfjárinnleggs fyrir sláturtíðina 2016 um 10% fyrir dilka og 38% fyrir fullorðið fé. Ástæður lækkunarinnar eru sagðar launahækkanir, slæmar horfur á útflutningsmörkuðum og styrking á gengi krónunnar á sama tíma og vaxtastig hefur haldist mjög hátt. Greint er frá þessu á vef Norðlenska.

Á vef fyrirtækisins segir að afkoma Norðlenska af slátrun og vinnslu sauðfjárafurða hefur verið óviðunandi og verulegt tap myndaðist vegna þessa á rekstarárinu 2015. Heildsöluverð á kjöti hefur ekki hækkað í samræmi við aukinn launakostnað vegna slátrunar og vinnslu.

Horfur á útflutningsmörkuðum fyrir kjöt og aukaafurðir eru neikvæðar um þessar mundir og verðlækkanir yfirvofandi víða. Auk þess rýrir styrking krónunnar verðmætið í krónum talið. Á sama tíma hefur vaxtastig í landinu haldist mjög hátt sem gerir allan birgðakostnað íþyngjandi. Þá er eftirspurn eftir aukaafurðum lítil og verð mjög lág, til að mynda er enn mikið af gærum frá árunum 2014 og 2015 óseldar og verð á görnum, vömbum og öðrum útfluttum sláturvörum hefur lækkað mikið.

Meðal innkaupsverð Norðlenska á dilkum, svokallað bændaverð, hefur hækkað um rúm 42% frá 2010 til 2015. Meðal innkaupsverð á fullorðnu fé hefur á sama tíma hækkað um tæp 44%. Grundvöllur þessara hækkana undanfarinna ára voru ágætar aðstæður á útflutningsmörkuðum. Nú hafa þær aðstæður breyst og verðskrárbreytingar taka mið af því að mati fyrirtækisins.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...