Jón Gíslason, núverandi forstjóri.
Fréttir 11. júní 2015

Níu sækja um embætti forstjóra Matvælastofnunar

smh

Í tilkynningu sem Matvælastofnun sendi fjölmiðlum í dag kemur fram að níu umsækjendur hafi verið um embætti forstjóra Matvælastofnunar, en umsóknarfrestur rann út þann 5. júní síðastliðinn.

Umsækjendurnir eru: Drífa Sigfúsdóttir, Guðjón Helgi Egilsson, Jón Gíslason, Kjartan Hreinsson, Kristinn Hugason, Ólafur Oddgeirsson, Reynir Jónsson, Sigurborg Daðadóttir og Þorvaldur H. Þórðarson.

Núverandi forstjóri er Jón Gíslason.